Vikan


Vikan - 19.03.1992, Blaðsíða 24

Vikan - 19.03.1992, Blaðsíða 24
KROATISK FJOLSKYLDA I NJARÐVIK Gordon Srdoc (borið fram Serdotsj) kom til íslands í febrúar árið 1988 og hefur því verið hér í fjögur ár. Ver- esa kona hans og synirnir tveir, Alan og Renato, komu þann 22. nóvember sama ár með fjórar töskur einar far- teskis. Af hverju ísland? „Það var einn vinur minn sem kom hingað árið áður. Þegar hann kom aftur heim til Króatíu spurði hann mig hvort ég væri tilbúinn að fara til íslands og vinna,“ segir Gordon á ágætri ís- lensku miðað við að hafa aidrei lært málið á skipuleg- an hátt. Þau vissu ekki mikið um landið sem þau fluttust til en þó það sem kennt er í landafræði - að það er kalt á íslandi og mikill fiskur. Þau segja Islandskynninguna króatísku, áður júgóslavn- esku, hafa staðist í öllum meginatriðum. ÍSLAND OG VIGDÍS „Nú vita Króatar allt um ísland," segir Veresa en mikið hefur verið skrifað um ísland í króatísk blöð - meðal annars af íslenskum blaðamanni sem þau kunna ekki að nefna - þar syðra í kjölfar þess að íslend- ingar höfðu forgöngu um við- urkenningu Króatíu sem sjálf- stæðs ríkis. „Við vitum meira að segja ýmislegt um gömlu dagana á íslandi og Vigdísi forseta auðvitað," bætir hún við. Og þau segja sögu af því þegar Alan hitti króatíska kunningja sína meðan þau voru þar í heimsókn fyrir tveimur árum og kunningjarnir spurðu hinnar sígildu spurn- ingar hvort hann ætti heima í snjóhúsi. Króatískt ungviði mun hafa rekið upp stór augu þegar Alan birtist skömmu sið- ar með mynd af Keflavík; þetta voru venjuleg hús. Gordon lenti reyndar í vand- ræðum þegar hann kom hing- að fyrst vegna þess að honum hafði hvorki verið útvegað dvalar- né atvinnuleyfi en hann hafði reiknað með að at- vinnurekandinn myndi sjá um það. „Ég þurfti að fara aftur út,“ bætir hann við. Hann fékk síðan vinnu á Skagaströnd en segist ekki hafa verið ánægð- ur með launin þar þannig að hann flutti til Njarðvíkur. Hrak- fallasagan var þó ekki öll vegna þess að Vélsmiðjan Ólsen, hinn nýi vinnustaður Gordons, varö gjaldþrota þeg- Þau lifa ekki um efni fram heldur kaupa hlutina eftir að hafa safnað fyrir þeim. Þannig er það í Króatíu. Frh. á bls. 26 24 VIKAN 6. TBL. 1992 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.