Vikan


Vikan - 19.03.1992, Blaðsíða 23

Vikan - 19.03.1992, Blaðsíða 23
eigin spýtur. Þetta er annars dýrasta námiö í Þýskalandi á eftirnámi þotuflugmannanna." Ásdís segir aö það sé líkt og Þjóðverjar hafi aldrei jafnað sig á því að Fassbinder hafi horfið af sjónasviðinu. „Þeir virðast ekki allt of ánægðir með kvikmyndaiðnaöinn, ann- að slagið reyna þeir einhverjar hrossalækningar. Eitt árið voru leikarar ekki nógu góðir, næsta ár voru það handritin sem máttu vera betri. Nú eru þýsk yfirvöld sem og yfirvöld annarra vestrænna Evópu- ríkja farin að leggja mikla rækt við kvikmyndaiðnaðinn. Þau vilja slá á áhrif risans í vestri og halda sínu striki i evrópska samkrullinu. íslenskir ráða- menn mættu fara að dæmi þeirra og styðja við bakið á kvikmyndagerð. Það þarf oft ekki mikið til, til dæmis mætti leyfa íslenskum kvikmynda- framleiðendum að auglýsa ókeypis í ríkisfjölmiðlum." Hún segir að húsnæði hafi verið ódýrt í Berlín og hægt hafi verið að lifa af litlu áður en múrinn féll enda hefðu þau komist af með lítið, hún og vin- ir hennar. „Enda var ég þá ekki komin með barn.“ Sjálf var hún ekki í Berlín er múrinn féll. „Ég fór þaðan þremur vik- um áður og þá var ekki hægt aö greina að neitt óvenjulegt væri í aðsigi. Þó að ástandið hefði verið mjög slæmt í Aust- ur-Þýskalandi var allt látið líta vel út á yfirborðinu. Ég fór ekki oft yfir múrinn en fór þó með jólagjafir eitt sinn og lenti í vandræðum því ég var tekin og látin sitja inni í klukkutíma. Þeir vildu hræða mig þó svo ég hefði ekkert gert ólöglegt en það fór fram hjá mér því ég var svo timbruð. Það voru allir aö njósna um alla og kraftinum beint í vitleysu því um þaö bil fjórðungur manna var að fylgj- ast með því sem hinir gerðu.“ VIÐ ERUM DUGLEG Kvikmyndaleikstjórar hafa ólíkar vinnuaðferðir. Hvaða aðferð notar Ásdís? „Áöur en farið var í tökur æföum við nokkur lykilatriði, nokkrar senur. Einnig voru æfingar á upptökustaðnum. Það græða allir á æfingum, at- vinnuleikarar þó meira því áhugaleikarar treysta meira á augnablikið, verða að gera það. Fjöldasenurnar voru langerfiðastar, við æfðum alla senuna um morguninn eða jafnvel daginn áður. Svo brut- um við atriðin niður í mynd- skeið, kvikmyndatökumaður- inn og ég. Það var skemmti- legt þegar eitthvað óvænt kom upp á og við reyndum að grípa augnablikið. Það sem var skemmtilegast við þennan leikarahóp var að þeir lögðu svo mikið til málanna, boltinn var allan tímann á flugi á milli okkar. Það má því segja að handritið hafi verið beinagrind þegar við byrjuöum en fitnaði óðum og óx.“ Ingaló er fyrsta kvikmynd Ásdísar í fullri lengd en áður hefur hún gert nokkrar skóla- myndir, myndina Furður fjöl- skyldulífsins í samvinnu við Guðbjörgu systur sína og myndina Grímu með systur sinni og Sigurveigu Benedikts- dóttur. Hvaö tekur nú við? „Ég geri stutta vídeómynd fyrir ís- lenska sjónvarpið og er í slag- togi með Óskari Jónassyni og Hákoni Oddssyni sem gera líka sína myndina hvor. Stöð 2, ZDF í Þýskalandi hefur boð- ið mér að leikstýra kvikmynd eftir eigin handriti og það er nokkuð gott boð.“ Hvaða skoðun hefur hún á islenskri kvikmyndagerð? „Við erum dugleg. Hér er enginn kvikmyndaiðnaður heldur byggist þetta upp á einstakl- ingsframtaki, hver og einn veröur aö leggja meira af mörkum en aðrir erlendis. Kvikmyndirnar eru mjög ólíkar að innihaldi, efnistökum og anda og því varla hægt að tala um séríslensk einkenni. Kvik- myndagerðamennirnir koma alls staðar að úr heiminum úr námi og eru undir áhrifum frá því landi þar sem þeir voru. Það er ekki nema gott eitt um það að segja, ef þeir geta tengt þau áhrif því sem er að gerast hér heima, eða því sem hefur gerst, - sögunni. Það var ánægjulegt að kvikmynd Frið- riks Þórs skyldi hljóta tilnefn- ingu til óskarsverðlauna. Þetta er „road movie“ að forminu til en efnið er alíslenskt. Andinn er góður í þeirri mynd. Annars er mikill fjöldi við nám í kvik- myndagerð, ég held það séu um tvö hundruð manns á leið- inni heim en af þeim fara flestir að vinna við auglýsingamynd- bönd. Það vantar einhvern grunn í íslenska kvikmynda- gerð. Það mætti til dæmis stofna miðstöð þar sem hægt væri að fá tæki og aðstöðu á leigu gegn vægu gjaldi og þar gætu menn einnig skipst á skoðunum. Þetta gæti verið eins konar uppeldisstöð, aka- demía í besta falli. En hinn eiginlegi grunnur í hverju landi er heimildamyndagerðin en hún er dottin upp fyrir hérlend- is, því er verr og miður." □ FARVÍS-ÁFANGAR: HALLDÓR SIG. ÚTNEFNDUR FERÐA- FRÖMUÐUR ÁRSINS Tímaritið Farvís-Áfangar útnefndi „ferðafrömuð ársins" í annað sinn á dögunum. í fyrra hlotnaðist Páli Helgasyni í Vestmanna- eyjum þessi heiður en hann hefur starfað ötullega að ferðamálum þar í bæ um margra ára skeið. Þórunn Gestsdóttir, ritstjóri blaðsins og útgefandi, bauð til samsætis af þessu tilefni á veitingastaðnum Hallargarðin- um í Húsi verslunarinnar í Reykjavík. í ávarpi sínu, sem hún flutti áður en úrslitin voru kunngjörð, ræddi Þórunn um þær miklu breytingar sem væru að eiga sér stað í ferða- málum, breytingar sem meöal annars væru fólgnar í „nýrri Evrópu“ og auknum möguleik- um í ferðamálum. Hún sagði að breytingunum þyrfti að mæta með skynsamlegum ráðstöfunum og ætti tíminn eftir að leiða ýmislegt í Ijós. Þórunn gat hinnar öru þróunar sem hefði átt sér stað á sviði flugmála hér á landi að undan- förnu. „Evrópa verður eitt markaðssvæði," sagði Þórunn, „frá og meö næstu áramótum og skilin á milli áætlunarflugs og leiguflugs verða engin eða óljós. Til þessara breytinga hafa menn horft hér og reynt að laga fyrir- tæki sín og aðstæður að breyttu rekstrarumhverfi. Ein veigamikil breyting hefur orðið á þessu sviði, lækkun flugfar- gjalda. Það er mikilvægur þátt- ur er snýr að neytendum þessa lands. Lækkun far- gjalda á síðasta ári og nú á þessu ári er mikil kjarabót fyrir almenning og því ber að fagna. í ferðaþjónustu þarf að líta til framtíðar engu síður en A Þórunn Gestsdóttir, ritstjóri Farvíss- Áfanga, óskar Halldóri Sigurðs- syni, fram- kvæmda- stjóra Atlants- flugs, til hamingju með utnefn- inguna. Þau sitja i dómnefnd sem velja skal á milli innsendra ferðafrá- sagna. T.v.: Hildur Gunnlaugs- dóttir prófarka- lesari, Jóhanna Kristjóns- dóttir blaðamað- ur og Sigurður Valgeirs- son útgáfu- stjóri. í öðrum atvinnugreinum og er það víða gert.“ Að þessum orðum mæltum tilkynnti Þórunn val dómnefnd- ar, en hana skipuðu Helgi Jó- hannsson, formaður Éélags íslenskra feröaskrifstofa, María Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Upplýsingamið- stöðvar ferðamála, og Þórunn Gestsdóttir ritstjóri. Útnefning- una „ferðafrömuður ársins 1991“ hlaut Halldór Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Atl- antsflugs. Hann stofnaði flugfélagið ásamt öðrum árið 1989. Á síðasta ári flaug félag- ið með um 76.000 farþega á milli landa víða um heim. Til íslands fluttu farkostir félags- ins um 7000 erlenda ferða- menn og íslendingum var jafn- framt gefinn kostur á lægri far- gjöldum hjá viðkomandi þjón- ustuaðila en áður höfðu gilt. Þjónustu félagsins nýttu sér ferðaskrifstofur hér á landi með góðum árangri. Að mati dómnefndar lagði Halldór Sig- urðsson stóran skerf af mörk- um til ferðaþjónustunnar á síð- asta ári, skerf sem breytti miklu og var til mikilla hags- bóta fyrir hinn almenna feröa- mann. Til samsætisins í Hallar- garðinum var boðið aðilum innan ferðaþjónustunnar og öðrum þeim sem henni tengjast. Það var þétt setinn bekkurinn og góður rómur gerður aö máli Þórunnar Gestsdóttur ritstjóra og útnefn- ingunni innilega fagnað af við- stöddum. □ 6.TBL.1992 VIKAN 23 TEXTI: HJALTIJÓN SVEINSSON / LJÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.