Vikan


Vikan - 19.03.1992, Page 43

Vikan - 19.03.1992, Page 43
Charlie Chaplin var heiöraður sérstaklega viö athöfnina áriö 1927 fyrir aö skrifa, stjórna, framleiöa og leika aðalhlutverkið í mynd sinni Sirkusnum. Walt Disney er sá einstaklingur sem hlotiö hefur lang- flesta óskara eða þrjátíu talsins. Sérstaka viðurkenningu hlaut hann meöal annars fyrir aö skapa Mikka mús. orðið siður að fremstu tónlist- armenn heims taki þátt í skemmtiatriðum kvöldiö sem tileinkað er styttunni gylltu. Þá var Charlie Chaplin heiðraður fyrir að skrifa, framleiða, leik- stýra og leika aðalhlutverkið í mynd sinni Sirkusinn. Strax á öðru afhendingarári óskarsins var Ijóst að stefndi í heimsviðburð og athyglin var slík að útvarpsstöð í Los Angeles sendi út beint frá at- höfninni. Mary Pickford, leik- kona og einn af stofnendum United Artists kvikmyndafyrir- tækisins, er sennilega minnis- stæðust þeirra listamanna sem þá hlutu viðurkenningu. Cedric Gibbons teiknaöi verðlaunastyttuna. Hún er af vöðvastæltum karlmanni sem stendur á filmuspólu og heldur á krossfarasveröi en George Stanley sá um útfærsluna á höggmyndinni. Hlutföllin á milli undirstöðunnar og styttunnar sjálfra eru það eina sem breyst hefur frá frummyndinni. Það var ekki fyrr en 1931 sem stytt- an fékk óskarsnafnið. Það gerðist á þann veg að blaða- maöur heyrði á tal bókasafns- varðar í kvikmyndaakademí- unni, sem var að skoða stytt- una gaumgæfilega, en hún sagði að styttan væri alveg eins og Skari frændi hennar. Blaðamaðurinn skrifaði í grein að starfsmenn akademíunnar kölluöu gripinn Óskar sín á milli og þannig festist nafnið við hann. Walt Disney er sá listamað- ur sem hlotiö hefur langflesta óskara eða þrjátíu samtals en hann tók á móti fyrstu verð- launum sínum 1932 fyrirbestu teiknimyndina það ár. Sérstak- ur heiðursóskar kom einnig í hans hlut viö sama tækifæri fyrir að skapa Mikka mús. Það er athyglisvert hve margir frumherjanna í kvikmyndaiðn- aðinum eru framarlega enn þann dag í dag og nú, þegar óskarinn verður afhentur í 64. sinn, er myndin Beauty and the Beast frá Disney fyrirtæk- inu fyrst teiknimynda til að vera útnefnd sem besta mynd- in f fullri lengd. Frá árinu 1935 hefur alþjóð- lega ráðgjafarfyrirtækinu Price Waterhouse & Co. verið falið að sjá um talningu atkvæð- anna og halda niðurstööunum leyndum þangað til umslögin, sem þær hafa að geyma, eru opnuö og sigurvegararnir til- kynntir. Umslagakerfið var tek- ið upp 1941 en fyrir þann tíma hafði pressan fengið úrslitin skömmu áður en þau voru opinberuð til þess að geta birt þau í kvöldblöðunum að lok- inni athöfninni. Óvandaðir blaðasnápar sáu þó til þess að gestir á leið til afhendingarinn- ar árið 1940 gátu keypt sér blað sem sagði nákvæmlega frá hvernig Á hverfanda hveli og Stagecoach skiptu á milli sín verðlaununum. Þaö varð til þess að innsigluðu umslögin voru tekin í notkun. Óskar fór ekki varhluta af heimsstyrjöldinni og mátti sæta þeirri niðurlægingu að vera steyptur úr gifsi í fjögur ár í röð vegna þess að menn þóttust hafa brýnni not fyrir málma á stríðstímum. Casa- blanca var kosin besta myndin 1944 og The Lost Weekend, sem var fyrsta Hollywood- myndin til aö fjalla um alkóhól- isma, var sigurvegarinn 1946. ftalska nýraunsæismyndin Skóburstarinn var brautryðj- andinn í flokki mynd á erlendu tungumáli en hún varð fyrir valinu á tvítugsafmæli óskars- ins 1947. Ári síðar unnu feðg- arnir John og Walter Huston til verðlauna fyrir leikstjórn og besta aukahlutverk í vestran- um góðkunna The Treasure of Sierra Madre. Sir Lawrence Olivier fékk önnur verðlaun sín fyrir aðalhlutverkið í Hamlet og eru hann og Vivian Leigh einu hjónin sem hafa bæði sigrað í þeim flokki en hún hlaut heið- urinn fyrir hlutverk sitt sem ríka spillta Suðurríkjastúlkan í stórrómansinum Á hverfanda hveli. Hún lék sama leikinn 1952 þegar hún var heiðruð fyrir framgang sinn í Spor- vagninum Girnd eftir sögu Tennessee Williams. Karl Malden, núverandi forstöðu- maður kvikmyndaakademí- unnar, vann einnig til verð- A Sir Lawrence Olivier fékk önnur verðlaun sín 1947 fyrir leik sinn í Hamlet. Hann átti eftir að koma við sögu síðar. ◄ Anna Björns og Hrafn Gunnlaugs- son við setningu Norrænu kvikmynda- hátíðar- innar í Los Angeles fyrir nokkrum árum. VIKAN 43 ▲ Humphrey Bogart hlaut verð- launin fyrir aðalkarl- hlutverkið i Afríku- drottning- unni árið 1952.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.