Vikan


Vikan - 20.10.1995, Qupperneq 8

Vikan - 20.10.1995, Qupperneq 8
hann sagði ‘Nei, svo sannarlega ekki. En hvað ég hef verið mikill kjáni.’ Og ég brosti til hans og sagði að þetta skipti engu máli.“ „Ég get vel ímyndað mér hvernig þetta hefur litið út,“ sagði Sir Henry. Jane Helier hnyklaði brýnnar. „Sjáum nú til - hvernig ætti ég að halda áfrarn?" „Þú gætir sagt okkur um hvað þetta snerist, vina mín,“ sagði fröken Marple, í svo góðlegum tón að enginn gat grunað hana um að reyna að vera kaldhæðin. „Til dæmis geturðu sagt okkur frá mistökum unga mannsins og frá innbrotinu." „Ó, já,“ sagði Jane. „Ja - þessi ungi maður, hann hét Leslie Faulkner, hafði samið leikrit. Reyndar hafði hann samið nokkur leikrit, en ekkert þeirra hafði verið sett upp. Og hann hafði sent mér þetta ákveðna leikrit, svo að ég gæti lesið það. Ég vissi ekki um það, því auðvitað berast mér hundruð leikrita til að lesa, en ég les fá þeirra sjálf - aðeins þau sem ég þekki eitthvað til. Jæja, svo virðist sem Faulkner hafi fengið bréf frá mér - en auðvitað var það ekki í rauninni frá mér - þið skiljið - “ Hún hikaði áköf og þau fullvissuðu hana um að þau skildu hvað hún ætti við. „Þar stóð að ég hefði lesið leikritið og mér hefði líkað vel við það, og honum var boðið að koma í heimsókn. Og heimilisfangið var til- tekið - Glæsistaðir, Árþorpi. Faulkner var gífurlega ánægður og kom að Glæsistöðum. Þjónustustúlka opnaði dyrnar og Faulkner bað um að fá að hitta ungfrú Helier, og hún sagði að ungfrú Helier væri við og byggist við honum. Síðan vísaði hún honum inn í stofuna þar sem hann mætti konu. Og hann hélt að þar væri ég á ferð - sem virðist vera dálítið furðulegt, vegna þess að hann hafði séð mig á sviði auk þess sem Ijósmyndir af mér eru vel þekktar, er það ekki?“ „Um allt land,“ flýtti frú Bantry sér að segja. „En það er oft mikill munur á Ijósmyndum og myndefninu, vina mín. Og það munar gíf- urlega miklu á leikurum, eftir því hvort þeir eru að leika eða ekki. Og hafðu það í huga að það eru ekki allar leikkonur sem standa sig jafn vel og þú á sviðinu." „Jæja,“ sagði Jane, í lítið eitt blíðari tón, „það kann að vera. En VIKAN 6

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.