Vikan


Vikan - 20.10.1995, Blaðsíða 10

Vikan - 20.10.1995, Blaðsíða 10
„Mér finnst þú vera gífurlega snjall," sagði Jane. „Ég skil ekki hvernig þér tekst að búa til svona nöfn upp úr þurru. En Sir Herm- an - sagðirðu ekki Herman? - notaði þetta sem nokkurs konar helgarbústað fyrir sig og konuna. Og vitanlega vissi eiginkona hans ekkert af þessu." „Eins og oft vill vera,“ sagði Sir Henry. „Og hann hafði gefið þessari leikkonu mikið af skartgripum, með- al annars mjög fallega demanta." „Nú dregur til tíðinda," sagði Lloyd læknir. „Þessir skartgripir voru í húsinu, lokaðir niðri í skartgripaskríni. Lögreglan sagði það hafa verið mjög kærulaust - hver sem er gæti hafa tekið þá.“ „Hlustaðu nú á Dolly mín,“ sagði Bantry ofursti. „Er ég ekki alltaf að segja þér þetta?" „Mín reynsla,“ sagði frú Bantry, „er sú að ef maður er of varkár, þá týnir maður hlutunum. Ég læsi skartgripina mína ekki ofan í skartgripaskríni. Ég geymi þá í skúffu undir sokkabuxunum mínum. Ég held að ef - hvað hét hún? - María Kerr, hefði gert það sama og ég hefði hún aldrei lent í þessu.“ „Það er ekki rétt,“ sagði Jane. „Það var búið að opna allar skúff- urnar og innihaldinu hafði verið kastað út um allt.“ „Þá hafa þeir ekki verið að leita að skartgripunum,“ sagði frú Bantry. „Þeir hafa verið að leita að leyniskjölum. Það gerist alltaf í skáldsögum." „Ég veit ekki um nein leyniskjöl," sagði Jane efins. „Ég hef ekki heyrt um neitt af því tagi.“ „Ekki láta Dolly rugla þig, ungfrú Helier," sagði Bantry ofursti. „Þú mátt ekki taka þessar ævintýralegu flækjur hennar alvarlega." „En hvað með innbrotið?" spurði Sir Henry. „Já, lögreglan fékk upphringingu frá konu sem sagðist vera ung- frú María Kerr. Hún sagði að brotist hefði verið inn í íbúðarhúsið og lýsti ungum, rauðhærðum manni sem hafði komið f heimsókn þennan morgun. Þjónustustúlkan hennar hafði haldið að það væri eitthvað furðulegt við hann og því hafði hún bannað honum að koma inn. Síðar höfðu þau svo séð hann fara út um glugga. Hún VIKAN 8

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.