Vikan


Vikan - 20.10.1995, Side 14

Vikan - 20.10.1995, Side 14
gert í bókum. Eða - þetta er góð hugmynd sem er ekki notuð oft í bókum - hún lætur alla halda að þeim hafi verið stolið, lætur Sir Herman síðan sjá hvað henni líði illa, og hann gefur henni nýja skartgripi. Þá á hún helmingi fleiri en fyrr. Ég er viss um að þess konar kvenfólk er mjög útsmogið." „Þú ert snjöll Dolly," sagði Jane með aðdáun í röddini. „Mér datt þetta aldrei í hug.“ „Það getur verið að þú sért snjöll, en það þýðir ekki að þú hafir rétt fyrir þér,“ sagði Bantry ofursti. „Mig grunar herramanninn í borginni. Hann gæti vitað hvers konar skeyti þyrfti að senda til að koma konunni úr húsinu, og eftirleikurinn væri auðveldur með hjálp nýrrar vinkonu. Engum virðist hafa dottið í hug að biðja hann um fjarvistarsönnun." „Hvað heldur þú, fröken Marple?" spurði Jane, og sneri sér að gömlu konunni sem sat þögul, með dularfullan svip á andlitinu. „Ég veit ekki hvað skal segja, vina mín. Sir Henry hlær áreiðan- lega, en ég man bara ekki eftir neinu hliðstæðu máli til að hjálpa mér. Auðvitað eru nokkrar augljósar spurningar sem á eftir að svara. Til dæmis spurningin um þjónustufólkið. Á svona óvenjulegu heimili myndi þjónustufólkið strax taka eftir hvað ætti sér stað, og góð stúlka myndi ekki þiggja slíka stöðu - móður hennar myndi ekki koma til hugar að leyfa henni það. Út frá þessu getum við ályktað það að þjónustustúlkan hafi ekki verið áreiðanleg mann- eskja. Það getur verið að hún hafi verið í slagtogi með þjófunum. Hún gæti skilið húsið eftir opið fyrir þá og gæti svo farið sjálf til Lundúna, til að beina grunsemdum frá sér og þykjast hlýða plat- símtalinu. Ég verð að játa það að þetta er líklegasta lausnin. Það er þó furðulegt ef venjulegir þjófar áttu þátt í þessu. Þetta virðist nefnilega krefjast meiri vitsmuna en þjónustustúlka er líkleg til að hafa.“ Fröken Marple hikaði, en hélt svo áfram dreymandi. „Mér finnst eins og það hafi verið einhvers konar persónulegar tilfinningar tengdar málinu. Segjum að einhver hafi haft horn í síðu hans. Til dæmis ung leikkona sem hann hafði farið illa með? Hald- ið þið ekki að það sé betri útskýring? Einhver að reyna að koma VIKAN 12

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.