Vikan


Vikan - 20.10.1995, Síða 18

Vikan - 20.10.1995, Síða 18
is,“ útskýrði hún. Læknirinn ætlaði að fylgja henni heim. Hún hafði nú vafið utan um sig nokkur ullarsjöl og áður en hún fór af stað bauð hún öllum góða nótt enn einu sinni. Hún fór síðast til Jane Helier og hallaði sér fram og hvíslaði einhverju að henni. Jane brá og sagði „Ó!“ svo hátt að hinir litu á þær. Fröken Marple yfirgaf herbergið og brosti og kinkaði kolli. Jane Helier horfði á eftir henni. „Ætlar þú upp að sofa,“ spurði frú Bantry. „Hvað er að þér? Þú starir eins og þú hafir séð draug." Jane andvarpaði djúpt, brosti fallegu brosi til mannanna tveggja, en það leyndi sér ekki að hún var frekar ráðvillt. Jane gisti hjá frú Bantry, og þær fóru saman upp stigann. Frú Bantry inn í herbergið með henni. „Eldurinn i arninum hjá þér er að slokkna," sagði frú Bantry og skaraði kröftuglega í eldinn, en án árangurs. „Þær geta ekki hafa gert þetta nógu vel. Þjónustustúlkur eru svo heimskar. En klukkan er nú orðin dálítið margt. Hvað, hún er orðin eitt!“ „Heldurðu að það séu margir líkir henni?" spurði Jane Helier. Hún sat á rúmstokknum í þungum þönkum. „Þjónustustúlkunni?" „Nei, þessari furðulegu gömlu konu - hvað heitir hún - Marple?" „Ó, ég veit það ekki. Ég held að það sóu margar svipaðar konur í litlum þorpum." „Ég veit ekki hvað ég ætti að taka til bragðs," sagði Jane. Hún dró djúpt andann. „Hvað er að?“ „Ég hef áhyggjur." „Af hverju?“ „Veistu hverju þessi furðulega gamla kona hvíslaði að mér áður en hún fór út?“ spurði Jane einlægri röddu. „Nei, hverju?" „Hún sagði: ‘Ég myndi ekki gera þetta ef ég væri þú, vina mín. Þú skalt aldrei láta aðra konu hafa of mikið vald yfir þér, jafnvel þótt þú haldir að hún sé vinkona þín þessa stundina.’ Veistu það, Dolly, það er mikið til í þessu.“ VIKAN 16

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.