Vikan


Vikan - 20.10.1995, Qupperneq 21

Vikan - 20.10.1995, Qupperneq 21
AGAVHA CHRISTIE SAKAMÁLASAGNANNA Agatha Christie, fæddist árið 1890 í bænum Torquay á Englandi. Faðir hennar var maður að nafni Frederick Miller og því var fæðingarnafn hennar Agatha Miller. Ár- ið 1914 giftist hún Archie Christie, en þá var fyrri heimstyrjöldin hafin. Agatha vann á sjúkrahúsi á þeim tfma og kom það henni að góðum notum við skrifin síðar meir. Fyrsta bók hennar kom út árið 1920, The Mysterious Affair at Styies (kom út í ís- lenskri þýðingu 1963 og var þá nefnd Hús ieyndardómanna). Þar kynntust lesendur sérvitra belgíska einkaspæjaranum með furðulega yfirskeggið, Hercule Poirot. En þó náðu bækur Agöthu ekki verulegri athygli fyrr en árið 1926 þegar hún sendi frá sér bók- ina The Murder of Roger Ackroyd (sú bók hefur verið gefin út í tveim þýðingum, Poirot og læknirinn, 1945 og 1971, og svo árið 1984 undir nafninu . . . og ekkert nema sannleikann). Þetta er af mörgum talin besta bók hennar, enda er hún snilldarlega upp- byggð með óvæntum endi, en það einkennir einmitt flestar bækur hennar. Agatha komst sjálf í fréttirnar þegar hún hvarf í nokkra daga eftir að eiginmaður hennar vildi fá skilnað. Hún fannst fljótlega á hóteli undir öðru nafni og enn þann dag í dag er hvarf hennar mikil ráð- gáta. Eftir skilnaðinn giftist hún breskum fornleifafræðingi, Max Mallowan. Hún samdi nær sjötíu skáldsögur á ferli sínum og á ann- að hundrað smásögur. Agatha Christie lést árið 1976. DROTTNING 19 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.