Vikan


Vikan - 20.10.1995, Blaðsíða 25

Vikan - 20.10.1995, Blaðsíða 25
slasaðist. Þess vegna hætti ég. Og svo er ég orðinn eldri núna en ég var þá. Skiptir það nokkru máli? Hann leit snöggt til hennar. Það var eins og hann hefði talað af sér. Nei, auðvitað er ég ekki svo mikið eldri, sagði hann. Ég hef enn krafta í kögglum. Þú skalt ekki hafa áhyggjur af því. Mér finnst svo skrítið að ég skuli sitja hérna við hliðina á þér, og þú sem hefur hangið á köðlum í loftinu í margra metra hæð. Mér finnst það æðislega spennandi. Eg var líka kúreki í sirkusnum og sérgrein mín var að snara. . . . Lili saup á glasi sínu og leit yfir glasbarminn til Als. Augu hennar voru brún og barnsleg og full af fyrirheitum. Honum þótti gott að hún skyldi dást að honum. En hann gerði sér Ijóst að það mundi verða honum dýrt að vera með slíkri konu. Og hann sem átti varla grænan eyri. Honum var Ijóst, að hún mundi strax segja honum að fara norður og niður, nema því aðeins að honum tækist að telja henni trú um að hann ætti miklu meiri peninga en hann hafði nokkurn tíma þorað að láta sig dreyma um að eignast. Brent var góður á sinn hátt, sagði hún. En hann var lofthræddur og hefði aldrei þorað að sveifla sér í köðlum. Það var náið samband á milli ykkar, var það ekki? Jú. En nú er því lokið. Nú vil ég miklu heldur hugsa um þig en hann. En þið voruð saman, var það ekki? Við vorum að minnsta kosti trúnaðarvinir. Ég veit sitt af hverju um hann. . . . Hvað veistu? Heilmikið. Brent Morgan var stórtækur og áræðinn, sagði Al. Hann var mik- ilmenni á sínu sviði, enda þótt hann sitji nú í fangelsi. Hann er búinn að vera, sagði hún. Hann fær að dúsa í fangelsi það sem eftir er ævinnar. Al var sannfærður um að hún byggi yfir leyndarmálum sem hann 23 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.