Vikan


Vikan - 20.10.1995, Síða 27

Vikan - 20.10.1995, Síða 27
Brent skipulagði þetta rán, sagði Lili. En það kom ekki fram í réttarhöldunum? Nei. Enginn vissi að Brent hefði verið viðriðinn þetta rán. Alls enginn? Bara ég. Þú verður að segja mér allan sannleikann, Lili. Þá það. Þetta var bankarán. Allir höfðu fengið sinn skerf nema tveir - Brent og annar til. Brent faldi þeningana á öruggum stað. Hann horfði beint framan í hana. Hún deplaði öðru auganu: 9g ég veit hvar peningarnir eru faldir, skilurðu? Á ég að trúa því að þú vitir hvar Brent faldi næstum 300.000 dali? Já. Nú varð honum loksins Ijóst hvað hún hafði sagt. Rödd hans var hás af geðshræringu þegar hann sagði: Ef þú veist hvar peningarnir eru hvers vegna sækirðu þá ekki? Hvers vegna ertu ekki búin að sækja þá fyrir löngu? Nú kemur til þinna kasta. Hann sat og velti þessu fyrir sér nokkra stund. Viltu hjálpa mér að ná í þá, Al, spurði hún. Þá þarf hvorugt okkar að hafa áhyggjur af peningum, fyrst um sinn að minnsta kosti. Hvort hann vildi hjálpa henni að ná í þá? Hún þurfti ekki að sþyrja um það. Hann sagði: Það var annar maður með í spilinu, var það ekki? Jú, það er rétt. Það var annar maður sem vissi hvar peningarnir eru faldir. Hver er það? Og hvar er hann? Hún sveiflaði annarri hendinni um leið og hún svaraði: Tja, skilurðu, hann er horfinn. Hún dreyþti á glasi sínu. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af honum. Hvar eru peningarnir faldir? Ég skal sýna þér það. Við skulum aka þangað á eftir. Ef þú ert að leika á mig Lili, þá. . . Þetta er dagsatt, Al. Eg vildi bara bíða með að segja þér frá 25 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.