Vikan


Vikan - 20.10.1995, Page 33

Vikan - 20.10.1995, Page 33
Oskarsverðlaunahátíðinni til minningar um Irving G. Thalberg. Sálfræðin lék stórt hlutverk í verkum Hitchcocks og oft skapaði hann óbærilega spennu í kringum minnstu smáatriði í kvikmyndum sínum, t.d. í Notorious og Rope og haft hefur verið eftir honum: „Fólk verður mun óttaslegnara þegar það bíður eftir að hleypt sé af byssu, heldur en við skothvellinn sjálfan." Margir hafa líklega séð myndir þær sem hann gerði á síðari hluta ferils síns, til dæmis Rear Window og Vertigo, með James Stewart í aðalhlutverki, og North by Northwest, þar sem Cary Grant fór á kostum, og tónlist eftir Bernard Herrmann hljómaði í bakgrunninum, en Herrmann samdi oft tónlist í myndir Hitchcocks, t.d. Psycho og The Birds. Síðasta mynd Hitchcocks hét Family Plot og var gerð árið 1976, og þar eins og í flestum myndum hans, bregður leikstjóranum sjálfum fyrir, eða skuggamynd af honum, og var það eins konar vörumerki hans ( gegnum árin. En Hitchcock fékkst ekki einungis við kvikmyndagerð, heldur framleiddi hann sjónvarpsþætti á sjötta og sjöunda áratugnum, og 9egndi þar hlutverki sögumanns með drungalega og dularfulla rödd, sem hæfði vel efni þáttanna. Auk þess sá hann um útgáfu á smásagnasöfnum, með sögum í stíl við þá sem hér má lesa. Þrátt fyrir að hann hafi öðlast bandarískan ríkisborgararétt sló Elísabet önnur Englandsdrottning hann til riddara árið 1980, og var það ekki seinna vænna, því Alfred Hitchcock lést 28. apríl sama ár, áttræður að aldri. Einn kunnasti kvikmyndaleikstjóri sögunnar var farinn á vit feðra sinna, en verkin hans lifa áfram, verk mannsins sem sagði: „Leikrit eru ekkert annað en lífið sjálft, þegar búið er að klippa hversdagslegu atriðin út.“ R.J. 31 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.