Vikan


Vikan - 20.10.1995, Qupperneq 36

Vikan - 20.10.1995, Qupperneq 36
TVÆR SAKAMÁLASÖGUR Á þeirri liölega hálfu öld sem Vikan hefur komið út hefur blaöið birt úrvals smásögur eftir heimsfræga höfunda, þeirra á meöal Agöthu Christie. í þessari vasabók birtist ein af sög- um hennar og sömuleiðis saga úr safni Hitchcocks. ALFRED HITCHCOCK fæddist í Lundúnum áriö 1899 og dó í Kaliforníu áriö 1980. Hann haföi lokið verkfræöinámi þegar hann fékk þaö starf að hanna titilskilti í þöglar kvik- myndir. Eftir þaö áttu bíómyndirnar hug hans allan og meö tímanum varð hann frægasti sþennumynda- leikstjóri kvikmyndanna. Hann hafði sérkennilega kímnigáfu og næmt auga fyrir smáatriöum. Upp úr 1950 fór hann einnig að snúa sér aö gerö sjónvarps- þátta en þættir í anda hans hafa verið sýndir reglulega á Stöö 2. Vikan hefur í áratugi birt valdar smásögur úr safni Hitchcocks. AGATHA CHRISTIE Liöin eru meira en hundrað ár frá fæöingu Agöthu Christie, eins frægasta reyfarahöfundar allra tíma. Ung aö árum velti hún því fyrir sér hvort hún ætti aö gerast söngkona eða stærðfræðingur en þegar hún fór aö skrifa til aö afla sér skjótra tekna var framtíð hennar ráðin. Stíll hennar var hnitmiðaður, hún var vandvirk, hugmyndarík og hefur skapaö margar ógleymanlegar persónur eins og til dæmis Hercule Poirot og Miss Marple. Hún var mjög afkastamikil á sínum tíma og leik- rit hennar, Músagildran, hefur gengið lengur, í sama leikhúsinu, en nokkurt annaö leikverk sem sögur fara af. Hún á það til aö afvegaleiöa lesendur sína meö því að láta þá gruna alsaklaust fólk um morö - en hvernig væri Agatha Christie ööruvísi?

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.