Vikan


Vikan - 20.10.1995, Blaðsíða 42

Vikan - 20.10.1995, Blaðsíða 42
Vinsældir Sólstrandargsejanna hafa komið flestum ó óvart en engum þó eins mikið og þeim sjólfum. Gerður Kristný tók Sólstrandargsejana Jónas Sigurðsson og Unnstein Guðjónsson tali. Þegar þeir Jónas og Unnsteinn voru í Menntaskólanum á Egilsstöðum vöknuöu þeir einn morguninn í faðmlögum uppi í hjónarúmi í ókunnugri blokkaríbúö. Þeir vissu hvorki hvar þeir voru staddir né hver byggi í íbúðinni. Þeir mundu aðeins eftir því að hafa verið að skemmta sér kvöldið áður og drukkið tölu- vert. Þeir fóru á heimavist- ina, þar sem þeir bjuggu, og sömdu lagið „Rangur rnaður" sem var mikið spilað á út- varpsstöðvunum síðastliðið sumar. Einn daginn tóku þeir upp á þvi að leika „Rangur mað- ur“ aftur á bak og þar með var komið lagið „Misheppn- aður“. Svona urðu sum lag- anna til á disknum sem Sól- strandargæjarnir gáfu út í sumar. „Ástæðan fyrir því að við ákváðum að gefa lögin okkar út í sumar var sú að við höfðum orðið varir við að skólasystkini okkar höfðu gaman af þeim og kunnu þau jafnvel utan að. í fyrstu ætluðum við aöeins að gefa út disk fyrir vini og vanda- menn en ákváðum svo að hafa upplagið stærra fyrst við vorum að gefa út á ann- að borð. Fleiri keyptu diskinn en við höfðum búist við og hafa 1600 eintök selst." Eftir að farið var að spila „Rangur maður" í útvarpinu fengu Unnsteinn og Jónas vini sína til að gera mynd- band viö lagið. „Okkur fannst myndbandið mjög fyndið. Þar sést hvar við leikum lagið niðri við sjó í anda sjónvarpsþáttanna um Strandverðina. Sjónvarpinu virðist hins vegar ekki hafa fundist myndbandið jafn fyndiö og okkur og sýndi það aldrei." Þeir félagar fara ótroðnar slóðir f laga- og textagerð. Lögin eiga til að mynda helst ekki að hafa fleiri hljóma en þrjá og svo heitir eitt laga þeirra „Rassgat, rassgat og píka“. „Ég viðurkenni að mamma var lítið hrifin af laginu,“ segir Jónas. „Ég tók diskinn upp á spólu fyrir hana um daginn og hún var mér mjög þakklát fyrir að ég skyldi ekki hafa „Rassgat, rassgat og píka“ með. Við Unnsteinn höfum þróað með okkur húmor sem hæfir helst 12 ára krökkum. Fæstir aðrir virðast skilja hann.“ Jónas og Unnsteinn kynntust í Menntaskólanum á Egilsstöðum en hvorugur þeirra er þó þaðan. Jónas er frá Þorlákshöfn en Unn- steinn frá Djúpavogi. Þeir voru enn í menntaskóla þeg- ar þeir fóru aö leika saman undir nafninu Sólstrandar- gæjarnir. „Við ákváðum að stofna hljómsveit til að komast í partý og það gekk eftir. Við vorum alltaf aö horfa á Strandverðina í sjónvarpinu og þaðan kemur nafnið.“ Jónas tekur það fram að hann hafi aldrei farið á sólar- strönd: „Ég er rauðhærður og brenn í sól.“ Unnsteinn lá hins vegar á sólarströnd í útskriftarferð- inni sinni og virðist hafa komist klakklaust frá því. Sólstrandargæjarnir ætl- uðu í fyrstu að koma fram á öldurhúsum og komu saman hljómsveit til að leika undir með sér. Fyrsta skiptið sem hljómsveitin lék opinberlega var á veitingastaðnum Astró. í kjölfar þess bauð hljóm- sveitin Sssól þeim að hita upp fyrir sig á sveitaballa- rúntinum. „Það var frábært tækifæri fyrir okkur. í upphafi sumars- ins skemmtum við okkur vel og vorum sífellt fullir. Síðan tókum við okkur á og fórum að líta tónlistina örlítið alvar- legri augum," segir Jónas og leggur þunga áherslu á orðiö „örlítið". „Mér finnst mjög gaman að vera á sviði og þá sér í lagi þegar ég tek Sex pistolstakta og mölva gítar- inn. Ég gerði það í Njáls- búð.“ Þessa dagana sitja þeir Jónas og Unnsteinn hvor með sinn gítarinn í höndun- um á heimili Jónasar í Hveragerði og semja lög fyrir nýjan disk sem koma á út fyrir jólin. „Það verður hægara sagt en gert að skjóta ruglinu á fyrri disknum ref fyrir rass,“ segir Unnsteinn. Þeir Jónas ætluðu að leggja hljómsveitina niður í haust en hættu við það þeg- ar menntaskólarnir hófu aft- ur göngu sína og óskir um tónleikahald tóku að berast frá nemendafélögunum. „Við virðumst falla vel að menntaskólahúmornum. Við erum hins vegar staðráðnir í því að hætta að spila þegar okkur finnst við ekki lengur fyndnir." Svo hlæja þeir svo dátt að maður efast um að sá dagur eigi nokkur tímann eftir aö renna upp. □ TEXTI: GERÐUR KRISTNÝ UÓSM.: HREINN HREINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.