Vikan


Vikan - 20.10.1995, Page 51

Vikan - 20.10.1995, Page 51
um kring. Útiaðstaðan þarf að vera bæði sólrfk og skjól- rík og staðsett þannig að hægt sé að ganga beint inn frá afgreiðslu. Heitar útisturtur eru líka mikilvægar. Þeir sem venjast á að þvo sér undir heitri úti- sturtu geta vart hugsað sér annað. Val á sturtuhausum er mjög mikilvægt. Gott er að bunan dreifist ekki of mikið og vatnsmagn só gott. Gamlir sturtuhausar eru oft miklu betri en þessir stóru nýju. í raun er undantekning að sturtur í sundlaugum séu nægilega kröftugar fyrir hár- þvott og smávegis líkams- nudd. Góð sólbaðsaðstaða þarf að vera við hverja sundlaug þar sem íslenskar sundlaug- ar þjóna að miklu leyti hlut- verki baðstranda erlendis. Góð skil þurfa að vera á milli heitra potta eða slökun- araðstöðu fyrir fullorðna og barnalaugar. Nauðsynlegt er að hluti sundlaugar sé leikja- laug fyrir börnin og þá með hærra hitastig, en hin eigin- lega sundlaug. Litlar rennibrautir og sveppir eru vinsæl. Aftur á móti fylgir ófriður og hávaði stórum rennibrautum, sem á alls ekki heima á hvíldar- og hressingarstað eins og venjuleg sundlaug á að vera. Stærri rennibrautir á ekki að setja niður nema í eins kon- ar sundlaugargarða. Æskilegt er að heitir pottar séu að minnsta kosti tveir svo að fólk geti valið um mismunandi hitastig. Nuddpottar og gufuböð eru af hinu góða í tengslum við sundlaugina. „SUNDLAUGAR- MENNING" „Sundlaugarmenningin" er stórt atriði. Það telst til „sundlaugarmenningar" að bæði sundgestir og laugar- verðir virði sundiðkun, einnig að hver og einn sundmaður haldi sig á sinni braut, ryðjist ekki inn á sundleið sundfé- laganna. Að börnum sé ekki leyft að leika sér þar sem fólk er að synda. Það getur líka skapað mikla hættu ef fólk stingur sér af sundlaug- arbökkum eða ef börnum er leyft að hoppa ofan í laug þar sem fólk er að synda. Hlaup á sundlaugarbökkum á alls ekki að líða. Yfirmenn sundlauga ættu að kapp- kosta að láta sundkennslu vera á þeim tíma þegar fæstir eru í sundi og taka þá aðeins hluta laugarinnar undir kennsluna svo að allir komist að. Ég sagði að íslenskar sundlaugar kæmu í stað baðstranda erlendis. Á er- lendri grund sækjumst við eftir fallegum baðströndum með pálmatrjám og mynd- rænum klettavíkum. Hvernig skyldi standa á því að svo margar íslenskar sundlaugar eru afgirtar með Ijótri rimlagirðingu, jafnvel gaddavír? Ekki beint sjón- rænt fyrir augað! Það hlýtur að vera hægt að ráða bót á slíku með fallegum gróðri og litum og með því að velja sundlauginni stað í fallegu umhverfi. Nýja Árbæjarlaugin (sund- laugargarðurinn) og nýja Hafnarfjarðarlaugin eru dæmi um gott staðarval, en frá báðum laugum er frábært útsýni yfir fallegt umhverfi. EIN BESTA SUNDLAUG LANDSINS Við vorum nýlega á ferð um Norðurland og heimsótt- um þá Dalvík. Mikið geysi- lega fannst okkur bærinn hafa tekið miklum framförum við að fá svona frábæra sundlaug, eina þá bestu á landinu. Dalvíkursundlaugin var opnuð sl. haust. Að sögn starfsfólks þar eru bæjar- búar tæplega búnir að með- taka nýju laugina og sund- laugargestir voru fáir. Okkur var vísað á nýju laugina af tveimur ungum staðarstúlk- um. Hvorug hafði prófað laugina. Samt hafði þessi yndislega heilsulind verið opin í tæpt ár. Ég er viss um, að snjóþyngsli og vetrar- hörkur síðastliðins vetrar hafa reynst þeim Dalvíking- um léttari sem hafa sótt heilsulindina sína daglega og hafa sótt sér hlýju í kroppinn. í erfiðu náttúrufari sem oft hrjáir landið okkar er heita vatnið á við þá sólargeisla sem við íslendingar förum á mis við. Sundið er ein besta og ódýrasta heilsulindin sem við eigum völ á. Ég hvet alla til að stuðla að góðri „sund- laugarmenningu" í sinni staðarlaug. □ VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: VELKOMINÁ SNYRTISTOFU ÁRBÆJAR HRAUNBÆ 102 - SÍMI 587 9310 ÁVAXTASÝRUMEÐFERÐ Á SÉRSTÖKU KYNNINGARVERÐI l meðferðartími í viku í 4 skipti og krem til heimanotkunar verð kr. 10.000,- SILKINEGLUR • TRIMM FORM • GERUM GÖT í EYRU mm- % HfcGmmuwfA HVERFISGÖTU 62 -101 REYKJAVÍK • N • Borgarkringliinni, 4. hæð, norðurturn, sími 568 5535 ANDLITSBÖÐ/ HÚÐHREINSUN M.D. Formulations ávaxtasýrumeðferð, áhrifamesta húðmeðferðin sem kostur er á í dag. Handsnyrting - Fótsnyrting Vaxtameðferð - litun o.fl. Gjafakort - góð gjöf fyrir alla HÁRSNYRTISTO F A N GRANDAVEGI 47 0 562 6162 ANDLITSBÖÐ, HÚÐHREINSUN, LITUN, FÓTSNYRTING, HANDSNYRTING, DAG- OG KVÖLDSNYRTING, VAXMEÐFERÐ 30-40% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM NÆRFÖTUM VERSLUNARINNAR TIL 15. OKT. Snyrtistofcm ‘Xniná snyrting • versíun • (jós Qnenatúni 1 • 200 ‘Xppavoyur • Sími 554 4025 VIKAN 51

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.