Vikan

Tölublað

Vikan - 31.07.1975, Blaðsíða 5

Vikan - 31.07.1975, Blaðsíða 5
— Þakka yöur fyrir, sagöi presturinn. — Þetta er dásamlegur morgunn. — Yndislegur, svaraöi Gloria. — Þetta er llka yndislegt barn, sagöi presturinn. — Hvaö heitir hann? — Guido, sagði hún, ljómandi af ánægju yfir gullhömrunum, sem sonur hennar fékk. — Ég heiti James... Hann hikaöi, en sagði svo: — James Service. — Ég heiti Gloria Grandi Pontini. Hún hugleiddi hvort hann heföi búist við einhverju ööru nafni. Þjónninn kom meö appelsínu- safa handa þeim og Gloria greip strax glas Guidos, sneri sér að honum, en hikaði andartak. — Fyrirgefiö mér faðir, tautaði hún, en hann virtist ekki taka eftir þvi. Hann hafði lokið viö safann úr sinu glasi. Skyldi hann hafa lotið höfði sem snöggvast, áöur en hann renndi I botn? Þaö skipti nú sennilega ekki svo miklu máli. Ef hann hafði ekki sjálfur framkróka til að biöja borðbænir, þá hann um það. — Það er yndislegt veður, frú Abercrombie. Val dró tjöldin frá kýraugunum. — Þér skuluð ekkert vera að þvi að hreyfa yður ■strax. Við getum fengið morgun- verðinn hingað til okkar. — Það er óþarfi fyrir yður að vera yfir mér, ég get bjargað mér sjálf. Það er miklu skemmtilegra fyrir yður að borða uppi i mat- salnum. Flýtið yður bara góða min. — En ... Val fannst þetta freist- andi. — Allt i lagi, væna min. Frú Abercrombie virti hana fyrir sér og hrukkaði ennið. — Hvers vegna eruð þér i þessum einkennisbúningi? Það er ekki nauðsynlegt min vegna. — Ég skipti kannski slðar, sagði Val, en var alls ekki viss um, að henni þætti það þægilegra. Henni fannst eitthvert skjól i þesum búningi. Það litu ekki margir oftar en einu sinni á hjúkrunarkonu. Hún fór fram á ganginn og i þeim enda hans, sem var lengst I burtu, kom hún auga'á einn yfir- mann skipsins, sem gekk til móts viö hana. — Ungfrú Meadows? — Já, það er ég. Hún horfði ekki framan I hann en fann samt að hann veittihenni athygli. Hann var hugsandi. Gat það verið, að hann væri að reyna að muna eftir henni, að hann hefði séð einhverja af þessum daufu myndum, sem höfðu birst i blöðunum. — Ég er með skeyti til yðar, ungfrú Meadows. Hann rétti hanni sim- skeyti. — Þakka yður fyrir. Hún tók við skeytinu og stakk þvi i vasann, án þess að opna það. Hafði Ralphie þá haft upp á henni? Ef það væru nú einhverjar hótanir? Skyldi þessi maður vita hvað stóð i skeytinu? Hún brosti til hans og gekk áfram. Hann vék fyrir henni. Það voru svo margir gylltir boröar á ermum hans og það gat varla verið að svona háttsettur maður væri látinn reka erindi sendi- sveins. Hun fann augnaráð hans að baki sér Svo sá hún stigann, sem lá upp 1 borðsalinn og flýtti sér þangað.Vondar fréttir gátu beðið og henni var ekki borgað fyrir að sinna slnum eigin erindum, sér- staklega ekki þegar hún var ráðin af manneskjum eins og þau Augustus og Mildred voru, þau greiddu engum kaup fyrir að slæpast. Það höfðu veríð augnabliksvið- brögö, þegar hún svaraði aug- lýsingunni i blaðinú. Hún hafði hringt til Augustusar og hann bað hana um að koma til viðræðna. — Ó, já, sagði Augustus eftir stuttar viðræður. — Já, þetta hentar okkur ljómandi vel. Alicia frænka hefur verið veik, -e- mjög veik. Val hafði látið i ljós samúð sina. Hann hafði þá litið til systur sinnar og það var hlýja i rödd hans. — Mildred hefur hugsað vel um hana, verið yfir henni nótt og dag og það var upprunalega meiningin, að hún færi með henni I þetta ferðalag, en hún þarfnast sjálf hvildar. Hann þagnaði sem snöggvast en sagði svo: — Systir min hefur lika við eigin vandræði aö striða. Hún lenti i slæmu hjónabandi. Maðurinn var ekkert Sumarsaga 5 annaö en ævintýramaður og hafði ekki áhuga á öðru en peningum hennar. Nú stendur hún i skilnað- armáli og getur ekki farið úr landi, meðan á þvi stendur. — Eg skii, sagði Val. — Jæja, sagði Augustus, — þér þurfiö aðeins að hjúkra henni þangað til hún kemur til Menton. Þar búa vinir hennar, sem hún ætlar að dvelja hjá. Susan Emery vaknaði við hreyfingar skipsins. Hún hringdi á skipsþjóninn og bað um morgunverð, fór svo I slopp og lét renna i baökerið. Þegar hún var komið i baðið, leit hún á bækiaðan fótlegginn. Og ennþá einu sinni sá hún I anda ásjónu Erics, eins og hún haföi verið þennan hræðilega dag; hræðslulega ásjónu hans, en samt eins og fagnandi. „ÞaO er alit i lagi með þig, Susan. Þú ert lifandi. Gráttu ekki, Susan. Þeir ætla ekki að skjóta þig, þeir ætia að skjóta Thunder- bolt. Vertu óhrædd.” Á þvi augnabliki heyrði hún eitthvað einkennilegt við rödd hans, einhverja iðrun og hafði litið veröldina með augum hans. Ef henni væri rutt úr vegi, átti hann þetta allt saman, eöa myndi eignast það; búgarðinn, hestana og alla fjármunina. ,,Þú ert ennþá á Hfi, Susan”. Og ætla lika að lifa. Eric gat stjórnað búgarðinum, en hún ætlaði sér að eiga hann. 0 0 0 0 0 0 0 0 0 .0 0 0 0 0 0 0 Skógar Húnavellir Í31 Sumarhótelin ymsæltl Verióvelkomin m ■■■■■ “ 1111 “■— J 3'...... ■ ■■•■••■• ■ ■ II* ■ ■ ■ ■ Menntaskólinn ó Akureyri Húsmæðraskólinn Laugavatni Eiðar. Reykir Hrútafirði Kirkjubæjarklaustur Menntaskólinn Laugavatni Reykholt Feröaskrifstöfa rlkisins Reykjanesbraut 6 & E3 G3 Ea Ea Eð Ea Ea ö Ea E3 Ea Eð E3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.