Vikan

Tölublað

Vikan - 31.07.1975, Blaðsíða 9

Vikan - 31.07.1975, Blaðsíða 9
Þilfarið var vott og hált, það var engu llkara en að sjórinn væri blandaður olfu, þegar hann skvettist upp á þilfarið. Það var eins og þykk skýin hefðu vafið skipið i ullarflóka og þau fylgdu Beatrice Cenci eftir, eins og þau vildu halda sem lengst i þennan farkost. Susan sá fyrir framan sig eina farþegann, sem hafði kjark til að fara lit á þilfar i þessu veðri. Þetta var veður sem henni likaði, hér var hUn eins stöðug á fótunum og hver annar. Maðurinn fyrir framan hana gekk yfir þilfarið og hélt áfram erfiöri göngu sinni stjórnborðs- megin. Hún sá að hann riðaði við, þegar stormurinn kom á móti honum, en hann ætlaði sýnilega ekki að gefast upp og það ætlaði hUn heldur ekki að gera. HUn tók stóra beygju, áður en hUn lagði á móti vindinum. En svo nam hún snarlega staðar, þetta var kannski of hættulegt og það myndi koma sér vel fyrir Er- ic, ef hún hrykki fyrir borð. Þaö greip hana eitthvert ofboð. Eric fengi þá vilja sinum fram- gengt. Hann yrði sigurvegari, eft- ir öll þessi ár. HUn fór að kjökra, en svo fann hUn aö kjarkurinn jókst, hUn varð að streitast á móti, hUn varð að vinna sigur. Þetta var sennilega adrenaliniö. HUn fór að feta sig hægtáfram móti storminum, full- viss um að hún myndi vinna sig- ur, eins og hún hafði gert fram að þessu. „ÞU getur ekki tekið þessa hindrun!” ,,JU, það get ég vel!” „Nei, þU getur þaö ekki. Thund- erbolt er ekki fær um það!” „ÞU þorir ekki!” „JU, það geri ég, ég þori öllu!” Svo kom þessi sigurvissa yfir hana, en rétt í þvi var henni ljóst að bilið á milli hestsins og hindr- unarinnar var of breitt. Síðar, þegar hUn lá á sjUkra- hUsinu, var henni ljóst hvilikur bjáni hUn hafði verið. Eric fékk alltaf vilja slnum framgengt. En samt ekki þá. Og heldur ekki nUna. Aldrei framar... Styrk hönd greip i handlegg hennar og sveiflaði henni I skjól viö einn reykháfinn... Susan sneri sér við, hún var meö ofsalegan hjartslátt. — Hvaö þaö er, sem við erum að reyna aö sanna, sagði Cook prófessor, — þá held ég að við sé- um bUin að gera nóg af þvi I bili. Susan varð hálf máttlaus, en henni létti samt mikið. Þó að hann væri einn af sessunautum hennar við matborðið, þá hafði hann engan rétt til að meðhöndla hana sem óþekkan krakka. Hún losaði handlegg sinn og gekk i burtu. — Það er verið að framreiða te, við skulum koma og fá okkur hressingu, sagöi hann. — Mig íangar ekki i te, sagöi hUn, nokkuö fastmælt. Sumarsaga 9 — Ég held að þér hefðuð nU samt gott af þvi, sagði hann. — Yöur hlýtur að vera kalt. Hann greip aftur um arm hennar og leiddi hana á móti vindinum. Henni varð ennþá kaldara, þegar hUn var komin i skjól. Sus- an tók eftir þvi, að hann gekk hægar, vegna hennar, án þess að minnast á það. Þau böröust á móti veðrinu og komust fljótlega inn i hlýjuna. — Jæja, þá erum við komin. Hann opnaði dyrnar. — Þér vitið að fólk sem fer i gönguferðir sam- an um þilfarið, vekur forvitni fólks. Viö ættum eiginlega aö koma af stað einhverjum kjafta- sögum, það væri hressandi fyrir hina farþegana. Susan var nU ekki viss um, aö hUn vildi taka þátt i þeim leik... Viö kvöldverðinn þetta kvöld, hikuöu farþegarnir yfirleitt i dyragættinni og virtu fyrir sér boröin, sem flest voru mannlaus. Þau komu ekki strax auga á borð- ið sitt og litu kringum sig eftir einhverju kunnuglegu andliti, til að setjast þar. — Ég vil fisk, sagði frU Aber- crombie ákveðin, — fisk og enga sósu. — Mér finnst það mjög skyn- samleg ákvörðun og ég hefi alltaf haft það á tilfinningunni aö þaö sé best aö borða þær fæðutegundir, sem eru hagvanar i umhverfinu. — Ég vil lfka fisk, sagði Val- erie, þegar spurnaraugu þjónsins litu á hana. Henni fannst þetta skemmtileg skoöun. — Mér finnst lika þetta hljóma vel, sagði herra Slade, um leið og hann bað um leyfi til aö sitja hjá þeim, þar sem enginn var mættur við borðið hans. Það var engin á- stæða til að neita honum um þá bón. Einn af öðrum,. sem sat við sama borð, fylgdu ráöum frú Abercrombie. — Vilja þá allir fisk? spurði þjónninn og það var ekki laust viö fýlusvip á ásjónu hans. — Græn- meti? Franskar kartöflur? — Ekki handa mér, sagöi frU Abercrombie. HUn var aldursfor- FORD Þjónustuumboð SVEINN EGILSSON HF Lúkas-verkstæðið, Suðurlandsbr. 10, Rvík 81320 O. Engilberts hf. Auðbr. 51, Kópavogi 43140 Bjarmi s.f. Suðurlandsbraut 2 Rvík. Guðvarður Elíasson, Bílaverkst 35300 Reykjavíkurvegi 78, Hafnarfirði 52310 Bifreiðaverkst. BG, Grófin 7, Keflavík 92-1950 Aage Michaelsen, Hveragerði 99-4166 Bifreiðaverkst. Kaupf. Rangæinga Hvolsvelli 99-5121 Bilaverkst. Kaupf. V-Skaft. Vík, Mýrdal 99-7201 Bílaverkst. Höfn, Hornafirði 97-8392 Dráttarbrautin hf., Neskaupstað 97-7308-09 Bílaverkst. Lykill, Reyðarfirði 97-4188 Bílaverkst. Brynjólfs Vignissonar Egilsstöðum 97-1179 Bílaverkst. Jóns Þorgrímssonar, Húsavik 96-41207 BSA verkstæðið Akureyri 96-2166 Bílaverkst. Kaupf. Skagf., Sauðárkróki Vélaverkst. Víðir, Víðidal, Húnavatnss. 95-5200 sími um Víðigerði Vélsmiðja Húnvetninga, Blönduósi 95-4128 Bílaverkst. ísafjarðar, ísafirði 94-3837 Vélsm. Bolungarvikur, Bolungarvik 94-7370 Bifreiðaþjónusta BR., Stykkishólmi 93-8309 Bíla- og trésmiðjan, Borgarnesi 93-7200 Bilaverkst. Ragnars, Borgarnesi 93-7178 Brautin, Akrjfttesi 93-2157 Haraldur Boðvarsson & Co. Bílaverkstæði, Akranesi 93-2076 Bilamiðstöðin, Akranesi 93-1795 Bílaverkst. Kristjáns og Bjarna, Vestm.eyjum 98-1435

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.