Vikan

Tölublað

Vikan - 31.07.1975, Blaðsíða 15

Vikan - 31.07.1975, Blaðsíða 15
hvaö vih rödd hennar vakti óróa hjá honum. — ÞU ert óþekk frænka, þú ert búin aö lifa allt of lengi. Mildred og Augustus eru oröin þreytt á að bfða eftir arfinum. Nú voru þau komin alveg út á brún þilfarsins. Með undarlegri hliöarsveiflu, kom frú Abercrombie sér upp úr hjólastólnum. Óp hennar köfnuðu i hávaðanum frá hinu fólkinu. Ofsaleg bræði greip Butler Enginn hafði sagt honum að kerl- ingin gæti gengið. Hann sleppti hjólastólnum og tók á rás eftir Aliciu Aber- crombie. Hann greip um hand- legg hennar, en hún var stöðugri en hann hafði búist við. Gegnum gluggana á aðal and- dyrinu sá Butler að Eleanore Duse nálgaðist með ofsahraða. Það var annaðhvort nú eða aldrei. Þetta gekk allt of seint. Um leiö og Eleanore Duse væri farin fram hjá myndu farþegarn- ir dreifa sér um allt skipið. Hann varð aö hafa hraðann á, annars mistækist allt saman. Frú Abercrombie hafði þrýst sér upp að ytri veggnum að and- dyrinu og mjakaði sér svo með- fram honum. Butler greip til hennar og dró hana út að borð- stokknum. Sjávarlöðrið frá Elanore Duse skvettist yfir þilfarið á Beatrice Cenci. Skipið ruggaði ofboðslega, vegna þess aö hraði þess var svo miklu hægari en á skipinu sem kom á móti. Aö neðan heyrðist hræðilegur hávaði, farmurinn hafði færst svo til, að Beatrice Cenci var eigin- lega alveg komin á hliðina. Butler missti fótfestu, greip fram fyrir sig, til aö ná handfestu á borðstokknum, en það var of seint. Eitthvað hafði skolliðá hnésbót- um hans og kippt undan honum fótunum. Hann missti lika af fórn- ardýri slnu, um leið og hann féll. Hann sá hvaö það var, rétt um leiö og honum skolaði útbyrðis, þaö var hjólastóll, sem rann sjálf- krafa eftir þilfarinu. Mikiö löskuð en samt á floti, skreið Beatrice Cenci upp að hafnarbakkanum, átján klukku- tlmum slöar. Eleanore Duse myndi komast til New York á tilsettum tima. Hún fengi storminn á eftir sér og þaö kæmi I staöinn fyrir þann tlma, sem skipið tafðist við að blöa þess að Beatrice Cenci kæm- ist alveg á réttan kjöl og gæti siglt til hafnar án hjálpar. Þeir á Eleanore Duse höfðu llka sett út llfbáta, ef ske kynni aö ein- hverjum þyrfti að bjarga og það kom á daginn, aö þaö þurfti aö leita að einum farþega, sem hafði fallið fyrir borð. Maöurinn reynd- istvera Richard Slade, leikfanga- framleiðandi. Síðar kom ung hjúkrunarkona og bað um aö nokkrir yfirmenn á Beatrice Cenci kæmu til viðtals við sjúkling hennar, frú Aber- cromMe, sem sagöi þeim alveg furðulega sögu. Þegar gerð var leit i farangri mannsins, fundust skrifuð plögg I fóðrinu á tösku I farangri hins drukknaða. Það var þvl sennilegt að verðir laganna fengju mál þetta til með- ferðar og nokkrir aðilar sem höfðu álitiö sig örugga og auðuga, en sem höföu greitt fyrir þaö meö llfi annars manns, yrðu að standa fyrir máli sinu. Susan sagði: — Kannski ég láti veröa af þvi að bregða mér til Feneyja, áöur en ég fer heim til Englands. — Það gleður mig, sagði Ben. Susan hafði komist að þeirri niöurstöðu, að þar sem hún hafði boriö það hlýjar tilfinningar til Bens á þessum stutta tima, sem þau höfðu þekkst, að hún hafði skrifað erfðaskrá sina honum i hag, þá væri réttara að reyna aö kynnast honum betur. Þaö gat haft ýmislegt I för með sér, ef hún yrði honum samferða til Fen- eyja? — Þetta er gott, þakka yður kærlega fyrir! Þegar Gloria var komin niður landganginn, sneri hún sér við og tók við Guido úr örmum prestsins. — Er þá allt I lagi? spurði presturinn. — Já, fjölskylda min bíður eftir mér. Þaö var skrltiö að hún skyldi búast viö þvi að hann messaði, þar sem hann var mótmælandi. Hverju öðru hafði hún búist við? — Da-da! kallaði Guido. — Nei, elskan, ég er alltaf að segja þér að... En þá hrópaði einhver á móti og hún leit snögglega upp. — Lorenzo! Hann stóð þarna brosandi innan um ættingja slna. Þetta var þá það sem Lorenzo hafði verið að ráðgera I laumi. Hann hafði þá ekki sagt upp öllu fólkinu og sett fyrirtækið á hausinn. Hann hafði alltaf ætlaö sér aö fljúga hingaö og taka á móti henni. Það var allt og sumt. Þegar allir farþegarnir voru komnir I land, fóru þær Val og frú Abercrombie frá borði I fylgd með Angelo. Val íhugaði hvort Mildred og Augustus myndu fá þá refsingu, sem þau áttu skiliö. Eftir þvi sem hún þekkti til frú Abercrombie, var hún viss um það. • — Aaah, andvarpaði Angelo. — Þetta var nú meiri ólukkan. Já þetta var mjög leiöinlegt. Hann var hugsandi á svip.og minntist þess hve vel þetta hefði i raun og veru gengið, hann mundi vel hver viðbrögð áhafnarinnar höfðu ver- ið, þegar neyðarbjöllurnar glumdu og hann var ánægður vegna þess að allir höfðu þeir gert skyldu slna með karl- mennsku og ró. Val brosti. Hann má hugsa hvað sem hann vill, hugsa um hvaö kvöldið heföi getað borið i skauti slnu. — Nei, sagði frú Abercrombie. Hún hafði numið staðar við end- ann á landganginum, horft eftir þilfarinu á Beatrice Cenci, eins og hún saknaði þess. — Nei, ég held að við höfum verið mjög heppin. Viðkomumstá leiðarenda, er það ekki? Sögulok. Sumarsaga 15 ■5 Tunguhélsi 7 stmi 82700. CLARION ©PHILIPS #hitachi BLAUPUNKT Otvörp,segulbönd, loftnet,hátalarar. Isetningar og öll þjónusta á staðnum. St aðreynd er,að útvarpiö er oröiö eitt af öryggis- tælcjum bílsins og segulbandið besta barnaskemmtunin á langferöum. Mikiö úrval af tækjum og öll þjónusta á staðnum. •í allar tequndir bila /

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.