Vikan


Vikan - 28.03.2000, Blaðsíða 30

Vikan - 28.03.2000, Blaðsíða 30
Froskabátturinn í bókinni Froskabátturinn (The Frog Factor) kynnir Serena Grey hæfileika sína sem atvinnuráð- gjafi í samböndum sem eru í molum. Hún byrjar á buí að kynna til sögunnar konur sem elska ástina svo heitt að líkja má við fíkn. Þær hafa óseðjandi börf fyrir rómantík og yfírbyrm- andi börf fyrir að vera betri helmingur pars. Að mati Serenu er hins vegar auðveldara að losna úr heljarklóm heróínfíkn- ar en að gefast upp á ástinni. Líkt og Serena bend- ir á þyrfti kona að hafa alið manninn í regnskógum Ama- son alla ævi til að komast hjá því að hafa einhverja hug- mynd um hvernig karlmenn eru, þ.e. algjörlega óáreiðan- legir. Jafnvel eftir fjörutíu ára sambúð geta þeir tilkynnt þér, meðan þú ert að hafa þig til í sunnudagsmessuna, að þeir verði ekki við morgunverðar- borðið þegar þú komir aftur. Unga stúlkan sem afgreiðir í vídeóleigunni er nefnilega svo næm að hún skilur ljóð- rænu hliðina á honum sem þú hefur aldrei gefið gaum og nú ætlar hann í sjálfsskoðunar- ferð með henni um Snæfells- nes. Karlmenn gefa of lítið af sér en taka of mikið. Þeir elska konur, hata konur, elska mæður sínar, hata mæður sín- ar og eru yfir sig hrifnir af fót- bolta, besta vini sínum, vinn- unni, hundum og tólf strengja Fender gítarnum sem þeir kunna ekki að spila á. Það að konur reyna þrátt fyrir þetta að eiga í gefandi samböndum við þessa gallagripi kallar Ser- ena froskaþáttinn í samskipt- um kynjanna. Hin fleygu orð, að áður en konan finni einn frambæri- legan prins þurfi hún að kyssa heilan djöfuldóm af froskum, telur Serena vera sönn nema, ef marka má hana, sé prinsinn sjaldnast annað og meira en ofurvenjulegur maður. Hún bendir á að þrátt fyrir að kon- ur lendi í því aftur og aftur að karlmennirnir í lífi þeirra svíki þær séu þær alltaf tilbún- ar að trúa því að nýi kærast- inn sé allt öðruvísi og miklu betri. Þær tárist yfir bíómynd- um eins og Sleepless in Seattle, When Harry Met Sally og Romancing the Sto- ne og gráti höfugum tárum meðan Only You eða Stand by Me glymur úr hátölurun- um. Ekki nóg með það held- ur treysti ástarfíklarnir ein- læglega á að Rhett Butler og Scarlett O’Hara nái saman aftur eftir að Á hverfanda hveli lýkur. Getur hann breystP Serena rekur fyrir okkur ótal sögur kvennanna sem leita ráða hjá henni eftir sam- bandsslit. Tökum til dæmis sögu Brent og Candyar. Hún gafst loks upp á honum eftir að hann keyrði Fíatinn sinn inn í miðja stofu hjá henni vegna þess að hann taldi víst að hún væri farin að vera með öðrum manni. „Nú er nóg komið, Brent,“ sagði Candy eftir að ósköpin voru yfirstað- in. „Þú ert hvimleiðari en támeyra og héðan í frá tilheyrir þú fortíð minni.“ Brent var henni fyllilega sammála. Hann strauk tárin af hvörmunum og sagði: „Ég skil vel að þú sért reið. Ég er skepna og þú ert mun betur komin án mín. Ég mun aldrei trufla þig framar." En hvað gerist? Get- ur einhver ykkar gisk- að á það? Eftir nokkra daga, vikur eða mánuði byrjar Brent að hringja í Candy. Hún kemur honum skyndilega í hug og hann langar að vita hvernig henni líði og hvort kötturinn sé ekki hress. í fyrstu er Candy ísköld og svarar með einsatkvæðisorð- um en eftir því sem símtölum fjölgar fer oftar að koma upp í huga hennar þessi atriði sem hún var svo hrifin af í fari Brents þegar þau fyrst kynnt- ust. Góðu stundirnar fara smám saman að virðast fleiri og fjölbreyttari en áður og að því kemur að Brent býður Candy á íslensku myndina sem verið er að sýna í London og hún þiggur það. Hann er eftir allt saman eini maðurinn sem hún hef- ur kynnst sem hefur, eins og hún, gaman af að horfa á myndir þar sem talað er tungumál sem enginn skilur. Framhaldið ætti að vera öll- um augljóst; áður en Candy veit af er Brent fluttur inn aft- ur. Vinir Candyar vara hana einlæglega við og benda á að þennan veg hafi hún ekið áður en hún svarar stóreyg og opinmynnt: „Nei, nú verður allt í lagi. Hann er gjörbreytt- ur maður.“ „Umhumm, einmitt," hugsa vinir hennar. Og viti menn, örfáum dögum eftir að hann flytur aftur inn til hennar fleygir hann fötun- um hennar og Elvis-geisla- diskunum út á götu því hann er sannfærður um að hún hafi verið að gefa pizzasendlinum auga. Taldi nóg að einn hefði áhyggjur Margir kaflar eru helgaðir því sem karlar segja ekki kon- um. Sumir eiga erfitt með að tjá tilfinningar sínar en aðrir eiga erfitt með að tjá sig, punktur og basta. Roger hennar Anne er ágætt dæmi um slíkan mann. Anne og Roger pöntuðu tíma hjá Ser- enu og Anne sagði henni að Roger segði sér aldrei neitt. Roger varð móðgaður og spurði hvað hún ætti við, það væri ekki það að hann segði henni ekki hlutina heldur hitt 30 Vikan Texti: Steingerður Ste i narsdó11 i r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.