Vikan


Vikan - 27.06.2000, Side 50

Vikan - 27.06.2000, Side 50
Texti: Halla Bára Gestsdóttir Myndir: Gunnar Sverrisson Brfet og Gunnar Egill Þorisson tengu góða hugmynd við eldhúsborðið Fyrir frainan Kcstaurant Reykjavík sem er í eigu forcldra Egils. Bríet og Egill unnii þar allt þar til þau hófu undirbúning að opnun Vero Moda verslunar í Prag. Bríet og Egíll hafa búið í Prag í nokkur ár en foreldrar Egils, ræðisntannshjón íslands í Tékklandi, eru búsett- ir Dar og eiga ueitingastaðínn Restaurant Reykjauík. Bríet og Egill hafa tekíð hátt í rekstri staðarins síðustu ár en á síðastliðnu ári fóru bau að uelta huí fyrir sér að fara út í rekstur á tískuuerslunínni Vero Moda bar sem hau sáu sig sest að í borgínni til lengrí tíma. Það var í janúar síðastliðn- um að verslun Vero Moda var opnuð í Prag eftir lang- an, strangan og vægast sagt erfið- an undirbúning. Margt gekk á á undirbúningstímanum og skrifræði og óskilvirk vinnu- brögð Tékkanna töfðu opnun verslunarinnar um marga mán- uði. En allt hafðist þetta að lok- um hjá Bríeti og Agli og í dag eru þau eigendur að glæsilegri tísku- verslun á besta stað í miðborg Prag, í verslunargötunni Na Príkopé. Þar spretta upp nýjar verslanir í takt við aukið fjár- magn í borginni samhliða því sem þeim ferðamönnum fjölgar stöðugt sem heimsækja Prag. hafi verið hugdetta á sunnudags- eftirmiðdegi. „Við sátum við eld- húsborðið hér heima í Prag og vissum ekki hvað við áttum að taka okkur fyrir hendur. Það var þá sem Bríeti datt í hug að opna verslun og mér fannst það fín hugmynd. Vero Moda kom strax upp í kollinn á henni, enda þekktum við merkið að heiman, en þó ekki mikið meira en það. Þennan sunnudag var hvorugu okkar full alvara með þessari hugmynd en tæpum tveimur árum seinna er þetta orðið að veruleika. Við erum mjög þakk- lát fyrir að Vero Moda kom upp í kollinn á okkur en ekki eitthvað annað.“ Bríet og Egill komust að því að íslendingurinn Kristinn Gunnarsson rak heildverslun fyr- ir Bestseller-Vero Moda í Suð- ur-Þýskalandi og settu þau sig í samband við hann. Kristinn hjálpaði þeim að koma á fundi með Troels Poulsen, eiganda Bestseller, og eftir tvo daga í Danmörku voru þau staðráðin í að láta dæmið ganga upp. Þau segja að fólkið og fyrirtækið á bak við Vero Moda sé hreint ótrúlegt því þrátt fyrir að vera á meðal stærstu fyrirtækja í Dan- mörku sé fjölskylduandi ríkjandi jafnt og gríðarleg fagmennska. Samkeppnin á tískuvörumark- aðnum í Prag er lítil eins og er sem gerir þeim Agli og Bríeti óneitanlega auðveldara fyrir. „Þær verslanir sem hér voru fyr- ir hafa í gegnum tíðina verið að bjóða upp á eins til tveggja ára gamlar tískulínur," nefnir Bríet eftir að hafa verið spurð um möguleika Vero Moda merkisins í Prag. „Tékkland hefur verið einhvers konar ruslakista fyrir tískurisana þótt það sé að breyt- asthéríPrag. Tékkar eru farnir að fylgjast með því sem er að ger- ast í tískuheiminum og fólk er farið að langa til að klæða sig al- mennilega. En þær eru ekki margar krónurnar sem hinn venjulegi Tékki á til að eyða í föt en þar kemur Vero Moda til móts við fólk með flotta tískuvöru á góðu verði en hingað til hefur slíkt ekki þekkst í borginni. Þetta stendur þó allt til bóta þar sem margar verslunarkeðjur eru ann- aðhvort komnar með eða eru að leita sér að húsnæði í Prag en þar á meðal eru Mango, H&M, Zara og fleiri. Við erum ekki hrædd við samkeppni og sendum nýjum samkeppnisaðilum fallegan blómvönd þegar þeir opna og síðan reynum við bara að standa okkur betur en þeir.“ Það var hægara sagt en gert að ganga í það mál að fá tilskilin leyfi til að opna verslun í borg- inni. „Við gengum út frá því,“ segir Egill, „að þetta ætti eftir að Erfið fæðing Þegar Bríet og Egill eru spurð að því hvernig þeim hafi dottið í hug að fara út í verslunarrekstur í Prag svarar Egill því til að þetta 50 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.