Vikan


Vikan - 27.06.2000, Síða 56

Vikan - 27.06.2000, Síða 56
Leysir vandann Kæra Sigríður, Ég er ein af þeim sem á stundum betra með að ráðleggja öðrum en sjálfri mér og nú er ég í vanda. Ég er gift og á tvö börn, tveggja og sex ára. Maðurinn minn er tíu árum eldri en ég og rniklu rólegri og heimakærari, ég elska hann ekki beint lengur, en mér þykir vænt um hann. Þess vegna hefur hjónabandið þróast þannig að ég fer oft út að skemmta mér með vinkonu minni sem er ein- stæð móðir, við skreppum í bíó, á sýningar eða á kaffihús saman. Nú er svo komið að ég hitti mann fyrir þremur mánuðum og er orðin bullandi ástfangin af honum. Hann er jafngamall mér og rosalega skemmtilegur og klár. Hann er alltaf umkringdur fólki og fjöri og alltaf í góðu skapi. Ég á mjög erfitt, ég get ekki hugsað mér að lifa án hans, en ég veit líka að það er ekkert smá mál að skilja með tvö börn og fara að búa með öðrum. Mér finnst ég hvorki geta farið eða verið. Getur þú hjálpað mér og bent mér á hvernig ég get komist að niðurstöðu? Ein ráðvillt Kæra ráðvillt, Af bréfinu að dæma þá hef ég það á tilfinningunni að þú sért kona sem í raun veit hvað hún vill. Ég held að þú getir gert það sem þúvilt, sért kraflmikil og þurf- ir að eiga rólegan mann sem er svolítið heima við. Ég tel að þú sért í kringum þrítugt af bréfinu að dæma en mér þætti vænt um þegar lesendur skrifa mér að þeir segi mér hvenær þeir eru fæddir og gefi mér eitthvað nafn á sér. Að elska einhvern „ekki beint lengur“ þýðir ekki að elska ekki lengur. Ég tel að þú elsk- ir manninn þinn en þú sért ekki ástfangin af honum. Að vera ástfangin þýðir að það skapast spenna, að mínu mati, og maður býr hana til. Nú er auðvitað ofsa- lega gaman í kringum þennan nýja mann sem þú ert að hitta á skemmtilegum stöðum, þið rabbið saman; jafnvel yfir bjórglasi og allt er spennandi, skemmti- legt og líklega rómantískt. Ég sé þig ekki fyrir mér gera þetta með manninum þínum þótt hann sé tíu árurn eldri. Ég held reyndar að þú hafir gott af því að eiga dálítið eldri mann og ég held að þú munir ekki skilja við þennan mann. Ég held að þú komist yfir þetta. Af bréfinu að dæma finnst mér þú mjög greind kona og mér finnst þú ekki vera fljótfær enda hefðir þú þá ekki skrifað þetta bréf. Ástæðan fyrir því að þú skrifar er sú að þú vilt ekki að ég segi þér að skilja við manninn þinn. Ég fékk nokkrar kunningjakonur mínar sem sátu hérna í kring- um mig til að dæma þetta bréf og þær sögðu allar: „Skilja bara við karlinn og fara í fjörið“, en ég tel að það sé algjörlega út í hött. Ég held að því fyrr sem þú takir ákvörðun því hamingjusamari verður þú með manninum þínum. Ég er reyndar alveg handviss um að þú takir þá ákvörðun að skilja ekki. Ég held að þú ættir í þínu lífi eftir að fara oft í bíó, á böll með einstæðu móðurinni eða ein- hverjum vinurn þínum, því að þú ert persóna sem er trúlega mjög félagslynd. Hann er maður sem talar ekki mjög mikið og er rólegur en ég les á milli lín- anna að þú elskir hann og elskir fjölskylduna þína meira heldur en allt annað. Þín Sigríður Ráðgjafalína Sigríðar Klingenberg: 908 6500

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.