Vikan


Vikan - 04.07.2000, Síða 4

Vikan - 04.07.2000, Síða 4
Kæri lesand Z7 tL\ Ig hefþá trú að for- tíðarhyggjuköst séu afhinu góða. Það fylgir þeim viss rómantík. Þau verstu sem hvolfastyfir mig eru yfirleitt tengd fjölmiðl- um, sérstaklega útvarpi og sjónvarpi. Það kemur oftfyrir að ég sakna þess tíma þegar minna framboð var á efni í Ijósvakamiðlum en núna er. Ekki vegna þess að ég hafi neitt á móti nýjum fjölmiðlum, síður en svo. Þeir eru að öllu jöfnu mjög skemmtilegir og þeim fylgja ferskur blœr og nýjar hugmyndir. Nei, söknuð- urinn stafar afþví að mér finnst slœmt að geta ekki með- Fjölmiðlar, fótbolti og fleira tekið allt sem í boði er og séð og heyrt nákvœmlega það sama og allir þeir sem ég tala við. Mér finnst nefnilega helm- ingurinn afþví að njóta Ijós- vakamiðlanna það að geta tal- að um efnið við aðra. Helstu umrœður um dagskrá sem ég heyri þessa dagana eru hástemmdar kvartanir og bölv „antisportista“ sem erufarnir að hata Ríkisútvarpið eins og pestina og núna get ég vel tekið undir það. Mér fannst kasta tólfunum þegar fótbolta- kjaftœðið var látið rúlla áfram á skjánum óáreitt meðan land- ið hristist og skókst í hamför- um. Hvað þarf eiginlega að gerast á þessu landi til þess að fótboltanum sé ýtt út?! Og þetta neyðumst við til að borga fyrir. En ég á alveg einstaklega góð- ar minningar frá fimmtudags- leikritunum sem flutt voru í gömlu góðu „gufiinni“ fyrir löngu. Þarna sat maður límdur niður í stólinn, skjálfandi á beinunum yfir Huldum augum eða einhverju álíka og prjónaði það sem maður þurfti að klára fyrir nœsta handavinnutíma, skrifaði eða reiknaði. Maður steingleymdi þvíað handavinn- an eða reikningurinn vœru leiðinleg kvöð, þökk sé leikrit- unum. Svona er þetta ekki lengur. Ríkisútvarpinu tókst að eyði- leggja leikritaáhuga í útvarpi með því að fœra þau fram og aftur í dagskránni, nokkuð sem allir vita að er það vitlausasta sem maður gerir, þ.e. að breyta einhverju sem gengur vel. Og ekki nóg með það, heldur eru leikritin brytjuð í spað í þokka- bót. Vœri ekki nœr að senda leikritin út í heilu lagi á laugar- dagskvöldum, t.d. þegar sum- arbústaðafólk vildi gjarna hlusta á eitthvað skemmtilegt í stað þeirrar draugþungu og hundleiðinlegu tónlistar sem á að troða upp á landsmenn, hvað sem tautar og raular, á þessum tíma? Þá slekkur mað- ur nú frekar! En tími leikritanna er liðinn. Flestir eru löngu hœttir að hlusta á útvarp á kvöldin og þess í stað situr fólk yfir mis- góðri dagskrá sjónvarpsstöðv- anna. Þá sjaldan að maður sér fram á nœði til aðfylgjast með sjónvarpi getur komið upp mikið vandamál við að velja, en ég set þó markið við eitt: Eg horfi ekki á þœtti þar sem hleg- ið erfyrir mig! Það finnst mér vera hámark ömurleikans og lágkúrunnar. Og að lokum þetta: Ég legg til að íslenska útvarpsfélagið sjái að sér og loki MU TV sem ekki einu sinni hörðustu fót- boltaunnendur nenna að horfa á og opni aftur Travel Channel. Sú stöð er með fallegt, fjöl- breytt og framandi efni um fjarlœgar slóðir, hún höfðar til mjög margra íslendinga og ég veit um fjölda fólks sem síst hefði viljað missa Travel úr fjölmiðlaflórunni. En eitt klikkar ekki, það er Vikan... Njóttu Vikunnar Jóhanna Harðardóttir, ritstjóri Ritstjórar: Jóhanna G. Harðardóttir og Hrund Hauksdóttir, vikan@frodi.is. Útgefandi: Fróði hf. Seljavegi 2, sími: 515 5500 fax: 515 5599. Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson. Aðalritstjóri: Steinar J. Lúðvíksson, simi: 515 5515. Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir, simi: 515 5512. Blaðamenn: Steingerður Steinarsdóttir, Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, Guðríður Haraldsdóttir og Margrét V. Helgadóttir. Auglýsingastjórar: Ingunn B. Sigurjónsdóttir og Sigríður Sigurjónsdóttir vikanaugl@frodi.is. Grafískur hönnuður: Guðmundur Ragnar Steingrímsson. Verð i lausasölu 459 kr. Verð i áskrift ef greitt er með greiðslukorti 344 kr. á eintak. Ef greitt er með gíróseðli 390 kr. á eintak. Litgreining og myndvinnsla: Fróði hf. Unnið i Prentsmiðjunni Odda hf. Úll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. Áskriftarsími:

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.