Vikan


Vikan - 04.07.2000, Blaðsíða 7

Vikan - 04.07.2000, Blaðsíða 7
reykti kjötið sjálf með góðum ár- angri upp frá því. Það var ekki laust við að slátrarinn, sem van- ur var meðhöndla úrvalskjöt í há- gæðasteikur biði með eftirvænt- ingarsvip þegar frúin með skrýtna smekkinn nálgaðist verslun hans. En Soffía gerði fleira en að hrista upp í virðuleg- urn slátrurum. „Ég fór fljótt að búa til graf- lax og graflaxsósu en það voru af- urðir sem Ástralíumenn þekktu lítið sem ekkert. Ég fékk því það orð á mig að ég væri hinn mesti sælkerakokkur. Við þurftum oft að bjóða fólki heim og halda samkvæmi og auðvelt var fyrir mig að bjóða upp á laxinn. Ég þróaði því alls konar maríner- ingu á lax og bar hann fram kryddleginn, steiktan, soðinn og grillaðan. Fyrir hvatningu ýmissa velvildarmanna fórum við hjón- in út í að stofna verksmiðju þar sem við framleiddum alls konar fullunnar sælkeraafurðir úr laxi og öðru sjávarfangi. Verksmiðj- an sem við höfðum sett á stofn varð hins vegar strax of lítil því við önnuðum alls ekki eftirspurn. Einnig rákum við okkur fljótt á veggi þegar öflun hráefnis var annars vegar en þeir sem fram- leiða lax í Tasmaníu reykja hann gjarnan og pakka í neytendaum- búðir.“ Markaðssetii kengúrur og strúta Soffía gerði fleira en að búa til sælkeralax. Fíún sá að margir bændur sem ræktuðu strúta áttu í erfiðleikum með að markaðs- setja kjötið og í samráði við þá bjó hún til kryddlög á kjötið og fleira sem hjálpaði þeim að gera vöru sína neytendavænni. Litla kengúran Skippý er hinn versti vargur í Ástralíu en hún heitir Wallabee. Bændur skutu hana unnvörp- um því hún er grasbít- ur og eyðileggur haga hvar sem hún kemst í hann. Kjötinu hafði ævinlega verið hent nema halanum sem nýttur var í uxahala- súpu þar til Soffía sá það hjá slátraranum. „Ég tók strax eftir hversu fal- legt þetta kjöt var og velti fyrir mér hvort ekki væri hægt að nýta það betur. Kjötið er sömuleiðs mjög fitulítið og hollt og ég þró- aði þó nokkra rétti úr því í neyt- endaumbúðir. Bændasamtökin vildu markaðssetja þessar hug- myndir mínar en þá komust græningjar í spilið. Þeir töldu kengúruna í útrýmingarhættu og létu stöðva allar hugmyndir um að nýta kjötið af þeim dýrum sem þegar var búið að skjóta til að vernda haga bændanna." Þetta var ekki í fyrsta sinn sem fallegt kjöt freistaði Soffíu. Eitt sumarið var svo heitt í Tasman- íu að snákar leituðu mjög í tjörn sem var mjög nálægt húsinu hennar. Þau hjónin þurftu að drepa nokkra þeirra því þeir áttu það til að gera sig heimakomna og kostaði það miklar tilfæring- ar að drepa einn þeirra. „Ég hafði augastað á skinninu og fékk þá hugmynd að búa til eitthvað fallegt úr því eins og belti eða tösku, svo ég hugsaði ekki um <0 Sof'fía með Kristbergi Péturssyni listmálara sem skreytti veggi veit- ingastaðarins. annað en að varðveita skinnið og bannaði Sveinbirni að nota ann- að en lurk og miða á hausinn. Þegar ég var svo búin að flá snák- inn og sá hversu fallegt kjötið var velti ég því dálitla stund fyrir mér, áður en ég henti því, hvort það væri ætt. Seinna frétti ég að snákakjöt væri herramannsmat- ur og víða væru þeir ræktaðir til átu. Faðir minn heitinn, hafði smakkað snákakjöt, enda mikill sælkerakokkur sjálfur og sagði það líkt kjúklingi. Svo er víst einnig um krókódíl en hann er vinsæll matur í Ástralíu." Vildi komast í sveitina á Íslandí Þar sem eftirspurn eftir fram- leiðsluvörum þeirra hjóna jókst jafnt og þétt fluttu þau verk- smiðju sína til Melborne til að komast nær helstu mörkuðum. Þau vonuðust til að hráefnis- skorturinn myndi síður tefja fyr- ir þeim, enda leit út fyrir að ein- okun á innflutningi á ferskum laxi yrði aflétt. Eftir mikla póli- tíska baráttu sigruðu laxabænd- ur og innflutningsbanninu var viðhaldið. Eftir þó nokkra um- hugsun ákváðu þau að selja keppinautum sínum verksmiðj- una og ekki skorti áhugasama kaupendur. „Við gátum því miður ekki tekið besta tilboði sem okkur barst því það gerði ráð fyrir að við mundum skuldbinda okkur til að vinna fyrir þá næstu fjögur ár. Þá var ég orðin svo þreytt að ég vildi bara komast heim í sveit- ina til Islands." Fleira hafði einnig breyst í lífi þeirra hjóna því þau áttu orðið lítinn son, Steinar Sævin, fædd- an í Melbourne tveimur mánuð- um eftir flutningana þangað. Soffíu fannst einnig gott til þess að vita að hann ælist upp á Islandi innan um vini og vandamenn. Úti í Tasmaníu hafði Soffía komið nálægt fleiru en verk- smiðjurekstri því hún starfaði sem yfirráðgjafi hjá virtu fyrir- tæki sem sérhæfði sig í sálfræði- þjónustu og ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana og veitti m.a. lög- reglu- og slökkviliðsmönnum, sem þjáðust af áfallastreitu, með- ferð og hjálp. Dag nokkurn var hún einnig beðin að koma í út- varpsviðtal og segja frá fslandi. Soffía mætti með hálfgerðan sviðsskrekk og segist hafa verið svo taugaveikluð að hún talaði viðstöðulítið án þess að hafa hug- mynd um hvað hún sagði. „Ég var síðan varla komin inn úr dyrunum heima þegar síminn hringdi. Á línunni var formaður útvarpsnefndar stöðvarinnar sem bauð mér að vera með eigin þátt hjá þeim. Þetta var kona og hún sagði að ég væri greinilega fædd útvarpsmanneskja og að mikill áhugi væri í Tasmaníu fyr- ir að fræðast um framandi menn- ingu og siði. Ég var síðan hvött til að sækja um árlegan styrk á veg- um ABC (Australian Broad- casting Corporation) en þessi styrkur er í boði fyrir útvarpsfólk sem ekki hefur ensku að móður- máli. Ég var svo heppin að hljóta þennan styrk og öðlaðist ómet- anlega reynslu þegar ég fékk að læra allt um útvarp hjá ABC en hjá þeim fjölmiðili eru viðhöfð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.