Vikan


Vikan - 04.07.2000, Side 8

Vikan - 04.07.2000, Side 8
hún á annað borð tekur sér fyrir hendur. Nýlega opnaði hún á Sel- fossi veitingastað- inn Kaffi Bistró þar sem Fossnesti var ákaflega vönduð vinnu brögð. Sú kvöð var þó á styrkn- um að ég varð að hafa eigin þátt í „loftinu“ og ég var með vikuleg- an morgunþátt þar sem ég ferð- aðist með hlustendur um heims- álfurnar og kynnti menningu við- komandi landa. Eg komst yfir sviðsskrekkinn og hafði mikla ánægju af þessu, enda hafði ég frjálsar hendur um efni og tónlist. Ég spilaði þó nokkuð íslenska tónlist og vona bara að stefgjöld- in hafi skilað sér hingað heim. En það er gaman að segja frá því að eitt sinn þegar ég hafði spilað óvenjumikið af tónlist Milljóna- mæringanna og Hauks Morthens hringdi hlustandi og spurði hvers vegna suðræn sveifla væri svo ríkjandi í tónlist á íslandi? Pað varð fátt um svör hjá mér.“ Kaffihús með heims- hornamatseðli Skömmu eftir að Soffía kom aftur heim til íslands fékk hún vinnu á lítilli útvarpsstöð. Henni bauðst fljótlega starf dagskrár- stjóra og með því góða fólki, sem þar starfaði jukust bæði hlustun á stöðina og auglýsingatekjur til mikilla muna. Soffía var ánægð með starfið en neyddist til að hætta vegna vanefnda útvarps- stjórans með launagreiðslur og óreiðu í rekstri stöðvarinnar. „Það var mér mjög erfitt að hætta því ég hafði lagt mikinn metnað í að vinna vandaða dagskrá og ég vissi að sú vinna var að skila sér,“ segir Soffía. Hún virðist hins vegar leggja metnað sinn í að gera allt vel sem Á siglingu við strendur Ástralíu. áður og þar býður sjálfur heims- hornaflakkarinn upp á heimshorna- matseðil og ilm- andi kaffi. En hvers vegna fór hún út í veitingarekstur? „Mérhefurlengi fundist ríkja ákveðið metnaðar- leysi í veitingarekstri við þjóðveg númer 1. Ekki eru mjög mörg ár síðan að hamborg- arar úr dósum voru seldir í vega- sjoppum landsins og þótt margt hafi breyst síðan þá má margt betur fara. Starfsfólk veitinga- staða á landsbyggðinni er al- mennt illa þjálfað og áhugalaust í starfi. Það er þó ekki við fólkið að sakast því það er enginn fædd- ur með vitneskju um það hvern- ig eigi að þjóna. Það þarf að veita því þjálfun og hvatningu. Oftar en ekki er þetta ungt fólk sem ætlar að stoppa stutt í starfi og því er eins og engum finnist taka því að kenna því almennilega. Við hreykjum okkur af því að eiga ferskasta fisk í heimi og að græn- metið okkar sé óvenjugott en ferðamenn fá ekki að smakka á góðgætinu annars staðar en í Reykjavík þar sem eru margir spennandi veitingastaðir. Að vísu er vert að minna á frábært fram- tak eins og hjá þeim sem reka Kaffi Lefolii og Við fjöruborðið en fleiri þurfa að bætast við, að rnínu mati. Mér finnst sömuleiðis mikið arðinum sínum úti í Tasmaníu. vanta á vöruþróun í öllum mat- vælaiðnaði hér. Landsbyggðin er einnig langt á eftir höfuðborgar- svæðinu. Ef við tökum Suður- land sem dæmi þá er hér auðug- asta matarkista landsins. Það eig- um við að nýta okkur í öllu sem gert er í ferðamannaþjónustu hér. Til að ferðamenn staldri við og skoði sig um þarf að bjóða þeim eitthvað sem er eftirsókn- arvert, afþreyingu, einstaka vöru sem hvergi fæst annars staðar eða góðan mat, helst auðvitað allt þrennt. Ferðalangar og útlend- ingar sem hingað koma eiga rétt á að geta fengið góðan og fersk- an mat og úr íslensku hráefni um- fram allt. Ég legg mikla áherslu á að versla við aðila hér á svæð- inu og finnst að framleiðendur á Suðurlandi ættu að taka höndum saman og stefna að því að gera þetta að sælkerafjórðungi lands- ins. Svæðið hefur alla burði til þess en hingað til hefur ekki ríkt nógu öflug samvinna milli aðila hér. Ég er að reyna að bæta úr því hér þótt í smáu sé.“ Eðalkaffi og uppáhalds- réttur Díönu prinsessu „Það er ofboðslegur straumur fólks sem hér fer í gegn árlega en hingað til hefur ekki nóg ver- ið gert til að fá það til að staldra við hér. Bæjarfélaginu er nauð- syn að gera meira til þess, enda um mikilvægar tekjur að ræða. Mér sýnist að þó að menn séu að vakna til vitundar um þetta. En ég ætla ekki bara að þjóna ferða- mönnum. Heimamenn eiga líka rétt á að geta farið út og borðað ferskan og góðan mat á hagstæðu verði. Staðurinn heitir Kaffi Bistró, fyrst og fremst vegna þess að ég legg mikla áherslu á að vera með gott kaffi. Ég er búin að vera í sérlega ánægjulegu samstarfi við Kaffibrennslu Akureyrar við að þróa sérstaka blöndu fyrir stað- inn og þeir eru búnir að senda mér alls konar framandi (exot- ic) kaffibaunir til að smakka. I öðru lagi er svo heitið Bistró en það stendur fyrir óformlegt og að ekki séu hvítir dúkar og einkenn- isklæddir þjónar heldur áhersl- an lögð á veitingarnar sjálfar. Matseðillinn er léttir réttir með alþjóðlegu ívafi og þess vegna kalla ég hann heimshorna- matseðil. Hér verður hægt að kaupa kaffi og veitingar og njóta á staðnum eða taka með í bílinn. Við komum einnig til með að bjóða uppáhaldsrétt Díönu prinsessu sem var „fish and chips“ eða fiskur og franskar. Við komum hins vegar ekki til með að pakka matnum í dagblaða- pappír eins og venja er í Bret- landi heldur hef ég látið hanna sérstakan pappír bara fyrir okk- ur. Einnig verður boðið upp á úr- val af samlokum og langlokum sem við smyrjum að sjálfsögðu sjálfar og allt brauð fáum við ný- bakað frá bakaríi hér á Selfossi sem við erum í samstarfi við. Síðar er svo draumurinn að vera með sérstakt sælkerahorn þar sem seld verður hágæðavara. Ég ætla að bjóða upp á eitthvað af þeim kryddlegna laxi sem við framleiddum í verksmiðjunni í Ástralíu en enn sem komið er hef ég ekki haft tíma til að sinna því.“ Soffía ljómar þegar hún talar um þennan framtíðardraum og það er augljóst að hana dreymir stóra drauma. Stúlkan sú má hins vegar alls ekki vera að því að líta upp úr eldhúsverkunum en illa hefur gengið að fá starfsfólk. En yfirkokkurinn á Kaffi Bistró tek- ur hlýlega á móti öllum gestum sem þangað koma og sami metn- aðurinn einkennir vinnu Soffíu þar sem alls staðar annars stað- ar. Til marks um það er að Kaffi Bistró er skreytt freskum sem Kristbergur Pétursson listmálari málaði og minna myndirnar all- ar með einum eða öðrum hætti á hafið og arfleifð okkar Islend- inga, fiskinn í sjónum. 8 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.