Vikan


Vikan - 04.07.2000, Side 17

Vikan - 04.07.2000, Side 17
„Gæturðu vinsamlegast sagt mér símanúmerið á Dorchester hótelinu í Lund- únum?“ „Mig vantar símanúmerið á næsta kínverska veitingahúsi því ég ætla að flýta fyrir mér með því að panta mér mat- inn áður en ég sæki hann.“ „Hvernig er veðurspáin fyrir morgundaginn?" „Gætuð þið mælt með góð- um veitingastað í grennd- inni?“ „Viltu segja mér hvaða myndir er verið að sýna í hverfisbíóinu og klukkan hvað þær eru sýndar?“ „Klukkan hvað er Alton Towers pöbbinn opnaður?“ Eru fslendingar eitlhvað skárriP Lögreglan hér á lanfli sleppur ekki miklu betur við óparfa símtöl en sú breska og neyðarlínan, 112, fær ýmsar upphríng- ingar sem eiga ekkert er- indi til hennar. Um stórhátíðir stoppar varla síminn hjá lögreglunni í Reykjavík og fólk vill með- al annars fá að vita hvort veit- ingastaðir séu opnir. Um helgar er fremur algengt að fólk komi inn á stöð og segist ekki eiga neina peninga og vanti far heim. Starf lögreglu er ekki ein- göngu að halda uppi lögum og reglu heldur aðstoða lög- reglumenn fólk á ýmsan hátt. Ef heimiliskötturinn lendir uppi í tré og þorir ekki niður aftur eru dæmi þess að lög- reglan hafi komið honum til bjargar. Og oft má sjá lög- reglumenn hjálpa anda- mömmum með ungana sína niður á Tjörn. Dæmi um símtöl sem hafa borist til lögreglu á ís- landi: „Hvað er klukkan og hvaða dagur er í dag?“ „Hvernig er færðin fyrir norðan?“ „Það er svo leiðinleg tónlist í útvarpinu að það getur ekki verið löglegt.“ Geitungaófétín Lögreglan í Kópavogi fær stundum símtöl frá ótta- slegnu fólki sem hefur feng- ið geitunga eða býflugur inn um gluggana hjá sér. Varð- stjóri í Kópavogi segir að karlmenn, ekki síður en kon- ur, séu hræddir við kvikind- in. Þessar elskur í Kópavogi- num hlæja ekki hæðnislega að þessu fólki sem hringir, eins og kollegar þeirra í útlönd- um myndu gera, heldur fara þeir á staðinn og hjálpa til við að koma flugunum út, þ.e.a.s. ef þeir hafa tíma. Lesendaleikur Vikunnar og Pfaff Merkið umslagið: Overlocksaumavél Vinningur mánaðarins: PFAFF overlocksaumavél. Saumavélin er fullkomin viðbót við venjulegu saumavélina. Hún saumar, sker og gengur frá jaðrinum í einni umferð. Fallegur jaðar sem ekki get- ur raknað úr. í vélinni eru fimm saumar og mismunaflutningur og henni fylgir íslenskur leiðarvísir. Svona farið hið að: Safnið brem hornum framan af for- síðu Vikunnar. Þegar pið hafið safnað prem merkt- um forsíðuhornum skulið pið senda okkur pau ásamt nafni, heimilisfangi, kennitölu og símanúmeri. Dregið er úr innsendum umslögum um hver mánaðamót, hringt f vinn- ingshafann og honum sent gjafabréf sem jafnframt er ávísun á vinninginn. Vikan, Lesendaleikur Seljavegi 2, 121 Reykjavík Taktu þátt í Lesendaleiknum! Sendu inn þrjú forsíðuhorn af Vikunni fyrir 4. júlí og þú gætir eignast þessa frábæru saumavél frá Pfaff.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.