Vikan


Vikan - 04.07.2000, Side 51

Vikan - 04.07.2000, Side 51
orge Ryan, ríkisstjóri í Illinois, lét stöðva allar aftökur í ríkinu um óákveðinn tíma, enda þykja nið- urstöður þeirra eindregið benda til að kynþáttafordómar ráði á stundum niðurstöðum réttar- kerfisins þar um slóðir. Það kann að hljóma undarlega að nítján ára krakkar í fram- haldsskóla, sem í hópvinnu yfir- fara gömul dómsmál, nái meiri og betri árangri en margreynt réttarkerfi Bandaríkjamanna. Þannig er það nú samt og kannski er Geirfinnsmálið verðugt verk- efni til rannsóknar fyrir laga- nema í Háskóla íslands. David Protess segir um þetta: „Sjaldn- ast eru nemendur mínir að upp- götva einhver ný sönnunargögn sem leynst hafa árum saman. Þeir taka sér einfaldlega tíma til að fara niður vandlega yfir þær upp- lýsingar sem safnað var í tengsl- um við málið og fara í saumana á ýmsu sem atvinnumennirnir gáfu sér ekki tíma til að sinna eða litu fram hjá meðan á rannsókn- inni stóð. Um þessar mundir eru tvær milljónir Bandaríkjamanna lok- aðir inni í fangelsum. Ef við ger- um ráð fyrir að aðeins 1 % þeirra séu í raun og sannleika saklausir þýðir það að 20.000 manns sitja saklausir í fangelsi. Sú tala er ívíð hærri en heildartala þeirra sem sitja í fangelsi í mörgum Evrópu- ríkjum. Ég er ekki að gagnrýna dómskerfið sem slíkt. Ég trúi á það og treysti því að það vinni skilvirkt og að flestir þeir sem sitja í fangelsi séu sekir um það sem þeir voru ákærðir fyrir. En því fleiri bréf sem mér berast því fleiri efasemdir vakna hjá mér og ég er alvarlega farinn að spyrja sjálfan mig hvort þetta sé ekki stærra vandamál en við hugð- um.“ Effast um réttmæti dauða- refsinga David Protess fór fyrst að velta fyrir sér réttmæti dauðarefsinga þegar hann var sjö ára gamall og fylgdist með aftöku Ethelar og Julius Rosenberg sem tekin voru af lífi fyrir njósnir árið 1953. Hon- um fannst dómurinn rangur og mikið óréttlæti viðhaft gagnvart börnum Rosenberg hjónanna. Að mati Protess voru þau saklaus af glæpum foreldranna en þurftu að líða fyrir þá þegar þau voru gerð munaðarlaus á þennan hátt. Móðir hans var einnig mikil bar- áttukona fyrir mannréttindum og frá henni tók Protess í arf djúp- stæða réttlætiskennd og löngun sína til að hjálpa þeim sem eru minnimáttar. Hann lauk háskólanámi í stefnumótun á vegum hins opin- bera frá félagsþjónustudeild Há- skólans í Chicago. Meðan á nám- inu stóð segist hann hafa sann- færst um afl og drifkraft venju- legs fólks til að knýja fram þjóð- félagsbreytingar. Hann fór að kenna árið 1981 eftir að hafa um árabil unnið við félagsþjónustu á vegum hins opinbera. Hann tók jafnframt að sér starf aðstoðarrit- stjóra við tímaritið Chicago Lawyer og skrifaði greinar í það um dómsmál þar sem réttlætið hafði misfarist á einhvern hátt. „Um leið og ég fór að skrifa um ranglátar niðurstöður dóm- stóla fóru að streyma til mín bréf frá fólki sem sagðist sitja saklaust í fangelsi," segir David. Saga sem sögð var í einu þessara bréfa leiddi til þess að honum tókst að hjálpa hjónum sem grunuð voru um að hafa kyrkt dóttur sína seint á áttunda áratugnum. Lög- reglunni hafði aldrei tekist að afla nægra sönnunargagna í mál- inu en almenningur var fljótur að draga sínar ályktanir. David kom auga á upplýsingar í málskjölun- um sem leiddu til þess að málið leystist. Hann var hins vegar að drukkna í hjálparbeiðnum svo hann bauð nemendum sínum að taka þátt í þessari vinnu með sér og þessi einstaka leið til að kenna rannsóknarblaðamennsku var farin í fyrsta sinn. Ekki tekst að leysa öll mál Auðvitað leysast ekki öll mál farsællega. Þrátt fyrir margra mánaða vinnu tókst nemendum Davids ekki að finna næg gögn til að afstýra aftöku Gervies Davis sem var tekin af lífi árið 1995. Krakkarnir voru gersamlega miður sín því þeir trúðu á sak- leysi hans og eftir að dómnum hafði verið fullnægt komu þeir saman á heimili Davids þar sem þeir fengu áfalla- hjálp. Síðasta beiðni Davis til nemend- anna var hins vegar sú að að hópurinn kynnti sér mál félaga hans á dauðadeild, Dennis Williams, en Davis trúði einlæg- lega á sakleysi hans. Krakkarnir gerðu það og rannsókn þeirra leiddi til þess að hinir svokölluðu Ford Heights Four voru leystir úr fang- elsi. Þessir menn höfðu verið dæmdir árið 1978 fyrir nauðgun og tvöfalt morð. Mikil reiði ríkti í samfélaginu vegna morðsins og það var mikil pressa á bæði lög- reglu og dómstóla að finna hina seku. Það var vitnisburður manns sem átti við geðræn vandamál að stríða sem lá til grundvallar því að þeir voru dæmdir sekir, engum öðrum sönnunargögnum var til að dreifa. Samanlagt höfðu fjór- menningarnir eytt yfir 65 árum í fangelsi. Það sem varð til þess að þeir voru látnir lausir var að nem- endurnir fundu í skýrslum lög- reglu gögn um það að við sak- bendingu hefði vitni bent á aðra fjóra menn sem höfðu verið tekn- ir fyrir að selja þýfi úr ráni á bens- ínstöð sem var einmitt sama stöð- in og fórnarlömb morðingjanna höfðu verið á þegar þeim var rænt. Því miður var þessum upp- lýsingum ekki fylgt eftir af hálfu lögreglunnar en nemendur Dav- ids gerðu það. Þeir fundu þessa fjóra menn og þeir játuðu á end- anum á sig glæpinn. Arangur Davids Protess og nemenda hans hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og vak- ið efsemdir um réttmæti dauða- refsinga hjá mörgum sem áður töldu þær gott og gilt réttar- farsúrræði. Fréttaþátturinn 60 mínútur var fyrir stuttu með um- fjöllun um afleiðingar rannsókn- ana þeirra og þar kom fram að meðal annars að í málum sem vekja mikla athygli fjölmiðla er mikil pressa á réttarkerfið að ná árangri og það fljótt. Þetta kann að leiða til þess að upplýsingum er ekki fylgt eftir sem skyldi. Sömuleiðis kom fram að stærst- ur hluti þeirra sem dæmdur er saklaus eru blökkumenn sem bendir eindregið til að kynþátta- fordómar ráði meiru en menn hafa hingað til viljað viðurkenna þegar réttlætinu er fullnægt í rétt- arsölum. Annars konar fordómar kunna einnig að hafa sterk áhrif á niðurstöður eða sú trú að menn breyti ekki upplagi sínu. Hafi menn langa sakaskrá fyrir er Iík- legra að mál þeirra séu ekki rann- sökuð til fulls og flestir, sem að rannsókninni komi, hafi litla trú á sakleysi þeirra. Einn dómari sem fréttamenn 60 mínútna töl- uðu við gekk svo langt að segja að hann teldi það engu breyta að þessir menn hefðu verið saklaus- ir af þeim glæpum sem þeir voru dæmdir til dauða fyrir. Allir hefðu þeir komist í kast við lög- in áður og hefðu þeir ekki framið þennan ákveðna glæp væri ábyggilega eitthvað annað sem hvíldi á samvisku þeirra. Menn geta svo velt því fyrir sér hvort réttlætanlegt sé að taka menn af lífi á grundvelli þess að þeir séu áreiðanlega sekir um eitthvað þótt það sé ekki endilega það sama og þeir eru dæmdir fyrir. Réttarkerfi í vestrænum ríkjum á að byggja á því að menn teljist saklausir þar til sekt þeirra sann- ast þannig að sú hugsun sem þarna kemur fram hlýtur að ganga þvert á grundvallarreglu dómskerfisins. Vikan 51

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.