Vikan


Vikan - 04.07.2000, Blaðsíða 59

Vikan - 04.07.2000, Blaðsíða 59
hvort sem er af því ég elska þig en mér liggur mikið á þessum pappírum, ég er ólöglegur hérna í landinu, þú hlýtur að skilja það manna best.“ Ég lét tilleiðast, með semingi, skipti í snarheitum um föt og klæddist svarta kjóln- um. Það var biðröð af fólki þarna sem var að fara að gifta sig og þegar röðin kom að því að skrá okkur var spurt hver yrði vottur hjá okkur. Við urðum hvumsa því við höfðum auðvitað aldrei gert þetta áður og þar sem undirbún- ingurinn var sama og enginn þá hafði okkur sést yfir þetta mikil- væga atriði. Muhammed var ekki á því gefast upp, sneri sér að manninum sem stóð fyrir aftan hann og bað hann um að vera vottur hjá okkur. Það var auðsótt mál, maðurinn var mexíkóskur og sjálfur að ganga í það heilaga. Það var því bláókunngur maður sem skrifaði undir giftingarvott- orðið okkar klukkustundu síðar. Mér fannst vægast sagt ömurlegt að bíða þarna ásamt hópi af fólki sem allt var í sömu erindagjörð- um. Allir voru svo glaðir, margir með vini og fjölskyldu með sér og konurnar voru næstum allar hvít- klæddar og vel málaðar. Ég barð- ist svo við grátinn þótt ég væri að fara að játast mínum heittelskaða því svona hafði ég aldrei séð brúðkaupsdaginn minn fyrir mér. Ég var í svörtum kjól, sem ég óttaðist að myndi boða ógæfu og var með gat á tán- um á sokkabuxunum. Þegar röð- in kom að okkur komst ég að því að það átti að gefa okkur saman frammi á gangi! Við stóðum upp við handrið á meðan sveittur karl gaf okkur saman og öll hin pör- in, sem biðu eftir að röðin kæmi að þeim, horfðu á athöfnina með eftirvæntingu. ÞegarMuhammed var að þylja ræðuna um að vera mér trúr að eilífu og allt það, gekk ræstingamaður fram hjá okkur með vasadiskó á eyrunum og ýtti ruslatunnum á undan sér. Eg var gráti nær en fór samt að flissa, ég var svo taugaveikluð. Svo kom að því að Muhammed átti að setja á mig hringinn en þá hamaðist hann við að draga gamlan hring af þrútnum fingri mínum til þess eins að setja hann aftur á sinn stað. Þá voru taugar mínar búnar og ég fékk óstöðv- andi hláturskast um leið og sárs- aukatárin runnu niður kinnar mínar og Muhammed fór að hlæja líka. Loks var þessari hræðilegu athöfn lokið og þá klöppuðu allir áhorfendurnir eins og að loknu góðu leikriti. Enda komst ég fljótlega að því að þetta var öllu nær leikriti en al- vöru. Fijótt skipast veður í lofti Eftir að við höfðum verið gef- in saman fórum við út að borða á huggulegu veitingahúsi og skál- uðum feimin í kampavíni. Ég var þó langt frá því að vera sátt við brúðkaupsdaginn minn. Það vantaði ekki að veðrið væri fal- legt, en mér var mjög heitt í svarta kjólnum og því fegnust að komast heim og skipta um föt. Við tókum nokkrar myndir til þess að eiga til minningar um þennan dag. Brúðkaupsnóttin var langt frá því að vera róman- tísk því ég barðist við erfiðar til- finningar og grét ofan í koddann minn þar til ég sofnaði. Næsta morgun vakti Muhammed mig fyrir allar aldir og sagðist vilja fara strax í Út- lendingaeftirlitið til að sækja um græna kortið. Mér fannst eins og rýtingur hefði verið rekinn f gegnum hjarta mitt. Snerist gift- ing okkar þá bara um þetta græna kort? Við vorum mætt klukkan átta um morguninn á þessar skrifstofur og biðum í langri bið- röð eftir að fylla út umsókn. Þeg- ar röðin kom að okkur kom hins vegar í ljós að Muhammed varð að vera giftur mér í tvö ár áður en hann hefði rétt á því að gerast bandarískur innflytjandi. Það er skemmst frá því að segja að Muhammed tapaði sér. Hann bölvaði og ragnaði og sagði reið- ur við mig: „Við verðum að skilja straxl" Ég var gjörsamlega niðurbrot- in. Það var ekki liðinn sólarhring- ur frá því að ég gifti mig og nú vofði skilnaður yfir. Við settumst inn í bíl, hann mjög brúnaþung- ur og ég grátandi. Á leiðinni til borgardómara véku svo von- brigði mín og sárasauki fyrir mik- illi bræði. Ég öskraði hatursfull á hann og sagði að ég myndi skilja við hann með ánægju fyrst svona væri í pottinn búið. Ég var útgrátin og með ekkasog þegar við gengum í gegnum vopnaleit- ina hjá borgardómaraembættinu, í sama húsi og ég hafði gift mig daginn áður. Fólki varð starsýnt á mig en mér stóð alveg á sama og tárin héldu áfram að streyma niður kinnar mfnar. Það reynd- ist ekki mögulegt að fá hraðafgreiðslu á skilnaði en okk- ur voru afhent skjöl til útfylling- ar. Tveimur dögum síðar flutti ég frá Muhammed og bjó hjá kunn- ingjakonu minni á meðan ég var að jafna mig eftir þennan grát- lega brúðkaupsdag. Ég lét fram- kalla myndirnar og starði stund- um á þær langt fram eftir kvöldi. Ég var svo ástfangin á myndun- um, þótt svipbrigðin virtust bera vott um ákveðið óöryggi og svarti kjóllinn var glæsilegur. Ég fór heim til íslands skömmu síðar og hitti Muhammed aldrei aftur. Hinn sögulega svarta kjól á ég enn í dag en ég nota hann aldrei til há- tíðabrigða. Hann er jarðarfarar- kjólinn minn. Lesandi segir Hrund Hauksdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er vel- komið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. I Iciinilisfangið er: Vikiin - „l.ífsrcynslusaga“, Scljavvgur 2. 101 Kcvkjavík, Nclfang: vikan@frmli.is Vikan 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.