Vikan


Vikan - 12.09.2000, Page 12

Vikan - 12.09.2000, Page 12
Helgi Arent Pálsson, Valgeir Matthías Pálsson og Hildur Björgvinsdóttir. Sér umhuerfið í uatnslit leikfimi, göngur, golf, hjólreið- ar, hestamennsku, bátsferðir og æfingar í tækjasal þá fer hér fram margvísleg fræðsla. Við Kolbrún fórum t.d. báðar í bak- og verkja- skóla sem stóð í tvær vikur. Þar fór fram kennsla í uppbyggingu líkamans, einkum hryggjarins, likamsvitund, fræðsla um sárs- auka og verki og afleiðingar þeirra á heilsuna. Einnig lærð- um við um áhrif lyfja og annarra efna á líkamann og hvernig við ættum að beita líkamanum rétt við ýmis dagleg störf. Þetta var mjög gagnlegur skóli.“ Aðspurðar segja þær Reykja- lund vera mjög ólíkan sjúkrahús- um. „Það er ekki hægt að bera Reykjalund saman við aðrar heilsustofnanir eins og sjúkrahús. Maður verður meira var við hversu veikt fólk er á sjúkrahús- unum og mér finnst andrúmsloft- ið þar þyngra. Vissulega er margt fólk hér sem á virkilega bágt en það er svo ofsalega duglegt. Þeg- ar ég kom hingað í vor þá voru hér margir sem voru virkilega illa farnir og jafnvel í hjólastól en nú er þetta fólk búið að læra að bjarga sér og sumir farnir að ganga á ný. Maður sér það svo glöggt hversu gott maður hefur það þegar maður kemur inn á stað eins og Reykjalund þótt ým- islegt hrjái mann,“ segir Kolbrún og Eygló kinkar kolli. „Það er einnig allt öðruvísi aðhlynning hérna en á spítölunum. Manni líður ekki eins og sjúklingi hérna heldur meira eins og einum af hópnum, manni er tekið sem jafningja af starfsfólkinu," segir Eygló brosandi. um Þegar Kolbrún og Eygló eru spurðar hvort þeim leiðist ekkert á Reykjalundi þá hrista þær báð- ar höfuðið." Það er ekki tími til þess að láta sér leiðast enda mik- ið að gera,“ segir Kolbrún. „Á kvöldin spjalla ég við fólkið sem er hérna, horfi á sjónvarpið og hvíli mig, enda er ég yfirleitt lúin eftir daginn. Þar sem ég er utan af landi nota ég líka tækifærið og heimsæki vini og ættingja í Mosfellsbænum," segir Kolbrún. „Flestir fara heim um helgar og það brýtur upp vikuna," segir Eygló. „Ég er á vatnslita- námskeiði sem haldið er hérna tvö kvöld í viku og það er ofsalega skemmti- legt. Ég sé bara allt um- hverfið, bækur, blöð, fjöll og fólk í vatnslitum. Mér finnst líka mjög gaman að fara í útreiðartúra en hef ekki getað komist á hestbak lengi vegna baksins. Nú grillir hins vegar í að ég komist á bak og ég hlakka mikið til. Veran hér hefur gert mér afskaplega gott og ég vildi óska þess að fleiri kæmust á svona endurhæfingar- stöð eins og Reykjalund og að fólk fengi þá kennslu sem hér fer fram áður en í óefni er kornið," segir Eygló að lokum. Starfsfólkið ætti að fá orðu Fyrir ári síðan fékk Sigríður Eygló Gísladóttir blóðtappa í heila og lamaðist vinstra megin í líkamanum. „Ég hafði aldrei komið hingað upp á Reykjalund fyrr en ég kom hing- að sem sjúklingur. Ég hef dvalið hér í ofsalega fínu yfirlæti í sjö vikur og það er alveg meiri- háttar að vera hér. Fólkið er allt saman boðið og búið að reyna að hjálpa manni en auðvitað verður maður líka að hjálpa sér sjálfur. Ég var svo heppin að lenda á alveg dásam- legum lækni sem heitir Ludvig Guðmundsson. Hann er falleg- ur maður, með fallegt bros og ábyggilega með stórt og gott hjarta. Svona eiga læknar að vera,“ segir Sigríður Eygló ákveðin en brosandi. „Ég má heldur ekki gleyma að minnast á kokkana hérna. Það alltaf ofsalega fínn matur hjá þeim og það lífgar upp á sálar- tetrið í okkur að fá gott að borða eftir að vera búin að strita allan daginn. Ég er búin að vera þjálfa mig upp hér og hef náð mjög góð- um árangri. Ég fer meðal annars í leikfimi. göngu og iðjuþjálfun. Mér finnst þetta allt saman mjög gott og ég er búin að kynnast nokkrum konum sem eru ofsa- lega skemmtilegar. Allt það fólk sem ég hef kynnst er afskaplega jákvætt. Starfsfólkið hér á B- deildinni er alveg frábært og er boðið og búið að gera allt fyrir mann, það ætti eiginlega að fá orðu. Ég vil þakka öllu þessu góða fólki fyrir hjálpina sem það hefur veitt mér og óska því alls hins besta, bæði í starfi sem og í einkalífi." Skemmtilegast í golfínu Helgi Arent Pálsson, Hildur Björgvinsdóttir og Valgeir Matthías Pálsson voru að spila golf í góða veðrinu. Þau hafa öll dvalið á Reykjalundi í þrjár vik- ur. Helgi og Hildur eru að koma í fyrsta skipti en Valgeir hefur verið hér þrisvar sinnum áður. Þeim finnst öllum mjög gott að vera á Reykjalundi. „Mér finnst ég búin að læra mjög mikið hérna á ekki lengri tíma, sérstaklega í bakskólanum.“ segir Hildur. Helgi segir að á Reykjalundi sé mjög gott fólk og góðir sérfræð- ingar. „Það er þroskandi að vera hér. Ég er með þremur öðrum í herbergi og þeir eru fínir. Skemmtilegast finnst mér í golf- inu,“ segir Helgi um leið og hann púttar glæsilega. Valgeir er í offituprógrammi sem hann kveð- ur vera mjög gagnlegt. „Ég læri heilmikið í næringarfræði og mataræði og síðan fær maður mikla hreyfingu. Mér finnst skemmtilegast að hjóla, synda og að æfa í tækjasalnum. Ég vil endi- lega hvetja alla sem eru illa staddir í lífinu að nýta sér þá þjónustu sem Reykjalundur býður upp á eigi þeir möguleika á því.“ Gæfukort til heilla og gjafa Mikið uppbyggingar- starf fer fram á Reykjalundi og hefur starfsemin sprengt af sér húsnæðið. Árið 1998 var gengist fyrir landssöfnun til styrktar byggingu alhliða þjálfunarhúss á Reykjalundi. Húsið mun bæta úr brýnni þörf stofnunarinnar fyrir slíkt þjálfunarhúsnæði og nýtast vel ört vaxandi fjölda landsmanna sem árlega sækir bætta heilsu og endurhæfingu á Reykjalund. Þótt landssöfnunin hafi gengið mjög vel er fjármögn- un hússins ekki lokið, en SÍBS hefur hafið sölu á Gæfukortum til styrktar byggingunni og eru þau tilvalin til heillaóska og gjafa. Hægt er að nálgast kortin á skrif- stofu SÍBS að Suðurgötu 10 og á skrifstofu Reykjalundar. Sigríður Eygló Gísladóttir: „Það alltaf ofsalega fínn matur hjá kokkunum hérna og bað lífgar upp á sálartetrið í okkur að fá gott að borða eftir að vera búin að strita allan dagínn. Ég er búin að uera biálfa míg upp hér og hef náð mjög góðum árangri. Ég fer meðal ann- ars í leikfimi, göngu og iðjubiálfun." 12 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.