Vikan


Vikan - 12.09.2000, Blaðsíða 22

Vikan - 12.09.2000, Blaðsíða 22
Texti: Guðríður Haraldsdóttir Menn sein leggja á flótta undan konuni eru algjörir lieij>lar. Til eru niun verri iirlög en aö kvænást jjóöri konu eins o« þér og niá þar nel'na einlíli. r Lánu hann há ekki sieppa iviundu bara að fráteknir menn teljast ekki menn! Venjuleg áreltni eða al- uöru ASTreitni Fyrir konu, eldri en 35 ára, er lífið hreint ekki auðvelt. Því er haldið fram að meiri líkur séu á því að hún verði fyrir árás hryðju- verkamanna en að hún nái sér í góðan mann. Nú, ef kona lendir í árás hryðjuverkamanna þarf hún bara að nýta aðstæðurnar sér í hag og það veit hver heilvita kona. Aðalmálið í þessu öllu saman er að koma sér upp réttu hugarfari og góðum veiðigræjum ... eða hreinlega að vígbúast. Nauðsynlegt er að vera allsgáð á veiðunum til að dómgreindin slævist ekki og óæskilegar mann- gerðir verði fyrir „ástreitni" frá þinni hendi. Auðvitað eru til menn sem eru kynþokkahatarar af verstu sort og ef þú lendir á einum slíkum skaltu forða þér hið snarasta. Flúnvetningar eru slæmir að þessu leyti og einnig menn sem búa með mæðrum sín- um. Hér á eftir fara nokkrar að- ferðir sem nota má á karlmenn sem þú hittir á barnum eða í strætó en samkvæmt mjög áreið- anlegum heimildum, rannsókn- um og könnunum eru bestu veiðilendurnar þar. aðferðir ef um allt brýtur :T;TPm! - ■ Gleymdu því að bjóða honum í rómantískan málsverð með rauðvíni og kertaljósum. Hann smjattar á góða matnum þínum, sötrar rauðvínið og slekkur á kertaljósinu með kröftugum ropa. Þetta er bara eyðsla á peningum og tírna. Ef þú vilt eignast mann þarftu að ganga hreint til verks og beita hann andlegu eða líkamlegu ofbeldi á meðan veiðarnar standa yfir. Þótt Michael Douglas hafi naumlega komist lífs af í myndinni Fatal Attraction var þetta bara bíó- mynd. íslenskir karlmenn láta rniklu frekar und- an hótunum. Það nægir bara að segja að þú sért hrifin af soðnum kanínum. Hann skilur fyrr en skellur í tönnum og kvænist þér umsvifalaust. Þægilegast er ef maðurinn kemur heirn til þín. Vertu róleg og láttu sem þú sért áhugalaus á með- an þú lokkar hann alveg inn úr dyrunum. Til eru tortryggnir menn sem eru dauðhræddir við konur sem eru einar heima. Þegar þú hefur læst hurð- inni tryggilega skaltu fara úr flíspeysunni sem huldi efri hluta líkama þíns og vera á fiegnum bol. Þú þarft nefnilega ekki að sýna nema ögn meira en venjulega af líkama þínurn til að hagsýnin komi upp í honurn og hann haldi að hann fái ókeypis það sem hann hefur hingað til þurft að borga fyrir á nekt- arstöðum. Þegar þér hefur tekist að skella í lás byrj- ar þú á að handjárna hann við rúmið þitt. Ef hann fer að gráta skaltu hugga hann og koma honum síð- an í skilning um að þú sért orðin þreytt á þessari eilífu leit og þig vanti bara eiginmann. Flestir karl- ar róast við þetta. Ef þú sýnir honumákveðnikemst hann ekki hjá því að hrífast af þér og samþykkir fljótlega að giftast þér. En ef maðurinn heldur áfram að orga skaltu losa hann úr handjárnunum og fleygja honum á dyr því þú hefur ekkert að gera við aumingja. Menn sem koma upp að dyrum heima hjá þér eru sölumenn, mælaálestrarmenn. sendibílstjórar, lögreglumenn, viðgerðarmenn og vottar Jehóva. [ilill Sumir menn elska hrukkóttar konur og þá þarftu bara að hætta að maka á þig hrukkukremi og sofa minna. Þú verður innan tíðar gullfalleg og girni- leg í hans augum og þá er ekki nauðsynlegt að beita hann ofbeldi. Menn sem elska hrukkóttar konur eru fornleifafræðingar (vitanlega), rútubílstjórar, afgreiðslumenn í varahlutaverslunum og húsamál- arar. Annað dænii: Ef þú ferð út að borða með við- skiptafræðingi skaltu bjóðast til að borga fyrir ykk- ur bæði. Áður en þið komist út af veitingastaðn- um hefur hann borið upp bónorðið af einskæru þakklæti! 22 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.