Vikan


Vikan - 12.09.2000, Síða 24

Vikan - 12.09.2000, Síða 24
Smásaga eftir Karin Fossum. Þörunn Stefánsdóttir Dvddi. Eigínlega langaði mig ekki til Hess að deyja. Þetta uar frekar nokkurs konar löngun til Uess að uera nálægt dauð- anum; að fá að standa eitt augnablík uið landamærí lífs og dauða. Ég ímyndaðí mér að bað gæfi lífinu nýja uídd, allar upplifanir yrðu sterkari og öðluðust aðra merkingu. / g velti því fyrir mér hvernig auðveldast væri að nálgast þessi landamæri en vera jafnframt viss um að geta snúið til baka. Það er ekki hægt að smita sjálfan sig af lífshættulegum sjúkdómi eða skipuleggja mislukkað sjálfs- morð. Svo ég ákvað einfaldlega að hætta að borða. Auðvitað hélt ég áfram að drekka te og kaffi og það var ótrúlegt hvað það nægði mér. Satt að segja þarf maður ekki svo mikið á næringu að halda. Vikurnar liðu hratt og ég var aldrei svöng nema allra fyrstu dag- ana. Mér fannst sem ég svifi. Og þótt dauðinn væri enn þá víðs fjarri fannst mér allt um- hverfið breytast, allt verða á einhver hátt líflegra. Og þannig var það í raun og veru; lyktin varð sterkari og litirn- ir skýrari. Aldrei fyrr hafði ég upplifað að tónarnir eins og þrengdu sér inn í sál mína þegar ég hlustaði á tónlist. Ég var ekkert máttfarin en þurfti á meiri svefni að halda en venjulega og fór fyrr að sofa. Til að byrja með hafði ég stöðugan höfuðverk en hann læknaðist fljótlega. Fötin fóru að hanga utan á líkamanum. Ég hafði alltaf verið grönn en samt var það yndisleg tilfinn- ing að finna hvernig allt varð lausara utan á mér. Það veitti mér áður óþekkt frelsi. Ég hefði aldrei trúað því að þetta gæti verið svona auðvelt. Það var eitthvað ólýsanlega gott við tilfinninguna að minnka smám saman og samtímis því varð allt skýrara en áður. Mér fannst ég hafa meiri tíma og hreyfingarnar urðu hægari. Ég fylgdist með stressuðu fólki í kringum mig þjóta inn og út úr verslunum með poka fulla af mat. Það var ótrúlegt hvað allir keyptu mikið af mat. Og alls staðar voru myndir af mat; í dagblöðun- um, tímaritunum og sjón- varpinu. Það var eins og mat- ur væri það eina sem skipti máli. Mér fannst ég vera laus frá einhverri kvöð, ég var sterk og loksins var ég minn eigin húsbóndi. Ég hafði enga lesti, enga veikleika. Ég var sjálfri mér nóg, ég þarfnaðist einskis. Ég lagði mig svolitla stund þegar ég kom heim úr vinn- unni. Bara klukkutíma eða svo, ég vissi að enn þá átti ég langa leið að landamærunum. Það kom fyrir að ég fékk mér svolítinn sykur út í kaffið til þess að fá hita í skrokkinn, mér var alltaf kalt. Hendurn- ar og fæturnir voru ískaldir. Venjulega hjálpaði að fara í heita sturtu. Ég gróf upp gamlan hitapoka og sat með hann í fanginu meðan ég horfði á sjónvarpið. Hlutirnir í kringum mig breyttust stöðugt. Ég átti erfiðara með að hlæja og auðveldara með að gráta. Það var eins og landslagið í kringum mig væri lifandi. Ef ég starði lengi á tré fannst mér það lifna við og skjálfa. Útiloftið var orðið að ísköldu efni sem erfitt var að soga ofan í lungun. Það bragð- aðist líka öðru vísi en fyrr. Það var þessi nýi skilnin^- ur sem ég hafði sóst eftir. Ég hafði séð hann speglast í and- liti gamals fólks og þeirra sem höfðu upplifað mikla sorg. Ég gat ímyndað mér að fólkið sem lifði hörmungar útrým- ingarbúðanna hefði einnig öðlast þennan skilning og ef til vill konurnar í þriðja heim- inum sem sátu í hnipri undir brennheitri sól með deyjandi ungbörn í fanginu. Þær störðu á mig, frá sjónvarpsskjánum, augum sem höfðu séð allt. Mér fannst ég lítil og einskis- verð þar sem ég starði á móti. Og svo var það veika fólkið sem barðist við dauðann. Fár- sjúkt fólk sér lífshlaup sitt eins og í kvikmynd og sér líf sitt í nýju Ijósi þegar dauðinn nálgast. Það er á slikum stundum sem maður skilur sjálfan sig og aðra. A bana- beðinu sér maður hvað hægt hefði verið að gera öðruvísi, maður skilur kjarna lífsins. Hræðslan við dauðann! Það var meðal annars sú hræðsla, þessi hræðsla sem við lifum með allt lífið, sem ég þráði. Mig langaði að fá að upplifa þessa einu, sönnu, brennandi ósk; að fá að lifa. Grátbiðja um að fá lífið til baka. Lífið hafði þegar breyst. Jafnvel hljóðin voru öðruvísi. Áður höfðu þau öll runnið saman í eitt, í einhvern óljós- an, stöðugan hávaða. Nú heyrði ég aðeins eitt hljóð í einu, öll önnur hljóð urðu sem þokukenndur bakgrunn- ur. Ég heyrði minn eigin hjartslátt. Ég heyrði braka í efninu í kjólnum mínum þeg- ar ég stóð upp úr skrifborðs- stólnum. Ég heyrði greinilega þegar yfirmaður minn klóraði sér á hökunni; heyrði negl- urnar rispa húðina undir skeggrótinni. Hljóðið yfir- gnæfði rödd hans og ég átti erfitt með að heyra hvað hann sagði. Hann stóð fyrir aftan stólinn minn og starði undrandi á mig vegna þess að ég svaraði honum ekki. Það var líka öðruvísi að fara út að ganga. Ég fann fyr- ir jörðinni undir fótum mér, fann fyrir hverri steinvölu undir skósólunum. Húðin var orðin þynnri, næstum því gegnsæ. Æðarnar skinu í gegn, sérstaklega á gagnaug- unum og augnalokunum. Á hálsinum voru þær áberandi, eins og hjá gömlu fólki. Þær líktust kræklóttum trjágrein- um. Áður fyrr var ég bara venjulegur, „karakterslaus“ líkami en nú mátti sjá beina- bygginguna, sérstaklega axl- irnar og mjaðmirnar. Mér fannst það fallegt. Mér líkaði þessi megurð, mér fannst ég ætti að vera þannig. Ég notaði meiri andlitsfarða en áður. Einhvern veginn var ég orð- in svo litlaus. Meira að se^ja varirnar voru litlausar. Ég lagði áherslu á að snyrta mig vandlega áður en ég fór í vinnuna. Ég fór sífellt fyrr að sofa og vaknaði fyrr. Ég varð að sitja meðan ég snyrti mig, annars svimaði mig. Ég átti erfitt með að einbeita mér. Um leið og fréttatímanum lauk mundi ég ekki hvað hafði verið í fréttunum. Stundum fannst mér höfuðið á mér standa í ljósum logum þótt annars væri mér kalt. Mér var flökurt og ég átti erfitt með að gera húsverkin. Ég hlustaði mikið á tónlist og lá í sófanum með sængina breidda yfir mig. Mig langaði til þess að flytja rúmið mitt inn í stofuna þar sem ég varði sífellt meiri tíma, en ég gat það ekki hjálparlaust. Fólk var hætt að koma í heimsókn upp úr þurru, ég yrði að 24 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.