Vikan


Vikan - 12.09.2000, Blaðsíða 25

Vikan - 12.09.2000, Blaðsíða 25
hringja og biðja um aðstoð og ég þorði það ekki. Ég var svo hrædd um að það kæmist upp um mig; að einhver uppgötv- aði hvað ég ætlaði mér að gera. Og enn þá átti ég langa leið fyrir höndum. Stundum fannst mér ferðin ganga ofur hægt og það olli mér áhyggj- um. Einn daginn heyrði ég ekki í vekjaraklukkunni. I fyrstu fannst mér það hræðilegt. Ég lá kyrr í rúminu og hugsaði. Kannski ætti ég að taka lífinu með ró. Taka mér frí þar til takmarkinu væri náð. Ég var búin að harka af mér svo lengi. Varlega reisti ég höfuð- ið frá koddanum. Það var þungt sem blý. Fæturnir skulfu undir mér þegar ég fór fram úr rúminu. Ég studdi mig við vegginn og fór inn á bað. Ég varð að sitja á gólf- inu undir sturtunni. Ég sat lengi en kuldinn sat eftir í maganum þótt heitt vatnið brenndi húðina. Ég klæddi mig í þykkar peysur og hlýja sokka. Ég hafði litla sem enga tilfinningu í fótunum. Ég hringdi í yfirmann minn og sagðist vera með flensu. Fæturnir skulfu og ég kreisti símtólið. Mér fannst ég allt í einu agnarsmá og bjargarlaus og ég átti erfitt með að koma upp orði. Yfirmaðurinn reyndi að hughreysta mig, sagði mér að fara vel með mig og koma með læknisvottorð ef ég yrði veik lengur en þrjá daga. Kjökrandi þakkaði ég honum hugulsemina. Ég setti mikinn sykur út í kaffið, fannst ég hafa unnið til þess. Allt í einu fylltist ég eldmóði og byrjaði að draga rúmið inn í stofu. Rúmið stóð á þunnu teppi sem rann léttilega eftir parkettinu. Ég var ákveðin í því að vera í stofunni þegar að því kæmi að ég megnaði ekki að fara á fætur. Eftir það liði nokkur tími þar til ég væri í raun og veru á mörkum lífs og dauða. Ég vissi ekki hversu langan tíma það tæki, en ég vonaði að ég fengi einhvers konar tákn um það eða til- finningu fyrir því. Það var að líða yfir mig við áreynsluna af að koma rúminu fyr- ir en mérhafði alla vega hitnað. Ég setti plötu á fóninn og lét mig falla niður í rúmið. Allt snerist fyrir aug- unum á mér og ég varð að loka þeim til þess að losna við verstu svima- tilfinninguna. Eft- ir stutta stund sofnaði ég. Það var langt liðið á daginn þeg- ar ég vaknaði. Ég var þurr í munnin- um og mér hafði aldrei verið svona kalt. Ég gekk var- lega að gluggan- um og leit út. Það var greinilega hlýtt úti, fólkið fyrir utan glugg- ann var klætt sum- arfötum. Kona hljóp á eftir stræt- isvagninum. Ég horfði undrandi á hana; ég gat ekki munað hvenær ég hafði hlaupið síð- ast. Það var erfitt að muna nokkuð þessa dagana. Ég starði á fólkið á götunni og velti því fyrir mér hvers vegna það streðaði við að lifa þrátt fyrir vitneskjuna um dauðann sem bíður okkar allra. Ótrúlegt, hugsaði ég með mér og fór aftur í rúmið. Hvers vegna taka ekki fleiri ráðin í sínar hendur? Ég lá róleg og hugsaði um endurkomu mína frá landa- mærum dauðans. Um sól- skinið við landamærin, birt- una og ylinn. Hjartað myndi slá í öðrum takti en venjulega, slögin yrðu blíðleg undir húð- inni, lifandi eins og fuglsungi. Blóðið myndi streyma um æðar mínar, niður í fótleggina og aftur upp til hjartans, eins ogvorvindurinn ítrjákrónun- um. Þegar ég kæmi til baka mætti lesa öll þessi undur úr augum mínum. Augnaráðið yrði fullt af djúpri visku og þeir sem mættu því gætu ekki slitið sig frá því. Allir myndu horfa á mig með undrun og lotningu. Ég yrði sýnileg í fyrsta sinn á ævinni eins og daginn sem ég fæddist. Kona sem fólk liti ekki framhjá; eft- irminnileg, áhrifamikil kona. Það var farið að rökkva þegar ég vaknaði aftur. Þeg- ar ég reis upp sá ég stórar hár- flyksur á koddanum. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að ég kæmi til með að missa hárið. Kvöld nokkurt hringdi síminn meðan ég sat á stól fyr- ir framan spegilinn á baðher- beginu og klippti af mér hár- ið. Ég klippti það stutt og það leit betur út. Dauðhrædd svaraði ég í símann, en það var bara yfirmaður minn sem langaði til að vita hvernig ég hefði það. Hann spurði hvort mér væri að batna og hversu lengi ég reiknaði með að vera fjarverandi. Hann sagðist hafa ráðið afleysingamann- eskju; hann vildi að ég tæki minn tíma þar sem ég hefði alla tíð verið mjög samvisku- söm. Ég þakkaði honum hug- ulsemina og bað fyrir kveðjur til starfsfélaga minna. Ég hringdi á læknavaktina og út- skýrði að ég væri veik og þyrfti að fá læknisvottorð. Vikan 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.