Vikan


Vikan - 12.09.2000, Side 32

Vikan - 12.09.2000, Side 32
Þarna gegna hvitar blundur stóru hlutverki. Hvaða prinsessa sem er gæti verið full- sæmd af þessu rúmi. Blúndur þykja alltaf sígildar og fallegu púðarnir ýta enn frekar undir rómantískt andrúmsloft herbergisins. Gulir lampaskermar varpa þægilegri gul- leitri birtu yfir herbergið þótt sjá megi þar fleiri liti en þann gula. Gluggatjöldin og himinninn yfir rúminu eru úr sama gula efninu sem myndar gott samræmi. Hér er einfaldleikinn í fyrirrúmi en lausir hlutir látnir lífga upp á herbergið. Skærrautt, skræpótt rúmteppi og púðar í stíl og sama mynstur er á stólnum og rúmgaflinum. Ef íbúarnir vilja breyta til kaupa þeir sér einfaldlega einlitt rúm- teppi og herþergið gjörbreytir um svip. Faliegt, útsaumað rúmteppið og flugnanetið yfir rúminu gefa fallegan heildarsvip. Gluggatjöldin gefa herberg- inu lit án þess að vera of áberandi en neðri kistan við rúmgaflinn skapar ákveðnar andstæður. Þetta er vistlegt og hreinlegt herbergi og afar freistandi að fleygja sér upp í þetta rúm og sofa í 100 ár. Gul lysíng Hvitar blundur «______ Grænt samræmi Hægt er að hafa gott samræmi í hlut- unum án þess að allt sé í stíl. Rúm- teppið er hvítt með grænu mynstri og pluggatjöldin eru hvít- og grænröndótt. Ibúarnir hafa ekki bundið sig við að láta allt eiga saman og hafa rauða og bláa gólfmottu við enda rúmsins. Þetta herbergi er bjart og litríkt og blómin í vasanum lífga enn meira upp á það.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.