Vikan


Vikan - 12.09.2000, Side 38

Vikan - 12.09.2000, Side 38
Texti: Steingerður Steinarsdóttir Arthur Conan Doyle fæddist í Edinborg hinn 22. maí árið 1859. Hann vareinn sjö systkina og fjárhagur fjöl- skyldunnar var þröngur. Faðir hans, Charles, var opinber starfs- maður en myndskreytti bækur í hjáverkum. Launin voru ekki há og hrukku tæpast fyrir útgjöld- um. Fjárhagsáhyggjurnar lögðust það þungt á hann að smátt og smátt missti hann bæði andlega og líkamlega heilsu sína. Conan litli flúði erfiðleika fjölskyldunn- ar með því að loka sig af með bók og hverfa inn í ævintýraheim bókmenntanna. Hann fékk inni í Stonyhurst menntaskólanum sem rekinn var af jesúítum og eftir það hélt hann tii Austurríkis og var þar í eitt ár. munu að sjálfsögðu strax kannast við þessar aðferðir. Eftir að Doyle lauk kandídats- prófi réð hann sig sem skipslækni á hvalveiðiskipið Hope í sjö mán- uði. Skipið var við veiðar í Norð- ur-íshafinu og starfið var vel borgað og hefur það sennilega ráðið mestu um val Conans því fjölskyldan var mjög aðþrengd fjárhagslega. Ferðin reyndist hins vegar hin mesta ævintýra- og happaferð og það varð til þess að Conan hélt í aðra ferð til Afr- íku, að þessu sinni eftir að hann útskrifaðist úr læknaskólanum. Sú ferð var hræðileg. Hann fékk taugaveiki, bjargaði sér naum- lega á flótta undan hákarli þeg- ar hann fékk sér sundsprett í sjónum og varð að berjast af al- efli við eld þegar kviknaði í skip- Þegar hann sneri aftur til Edin- borgar og skráði sig í læknaskól- ann þar var heilsa föður hans ger- samlega farin. Charles var floga- veikur og hann drakk ótæpilega, auk þess sökkti hann sér niður í þunglyndi og að lokum neyddist fjölskyldan til að koma honum fyrir á heilsuhæli. Dvöl hans þar var fjölskyldunni dýr fyrir svo utan þá sorg að sjá föður sinn þannig á sig kominn. Kennari sem kenndi fleira en lækningar Conan hinn ungi reyndi að gleyma vandamálum sínum með því að helga sig náminu. Einn kennara hans, Joseph Bell, hafði ákaflega gaman af því að giska á hver væri atvinna sjúklinga hans og hvar þeir byggju, út frá ýms- um vísbendingum sem hann sá í fari þeirra. Til að mynda bentu sigggrónir fingur, slitnir skór, snjáð föt og moldug til þess að sjúklingurinn væri verkamaður frá ákveðnu hverfi, kolaryk á annað hverfi og margt fleira í þeim dúr nýtti hann sér til að vekja aðdáun nemenda sinna þegar hann oftar en ekki giskaði á rétta atvinnugrein og rétt íbúð- arhverfi. Aðdáendur Holmes inu. Þegar hann steig loks fæti á þurrt land aftur sór hann þess dýran eið að fara aldrei á sjó aft- ur og opnaði eigin læknastofu í Portsmouth í Englandi. Fáir sjúklingar leituðu til hans í fyrstu og til að drepa tímann gekk Conan í krikketklúbbinn á staðnum, spilaði rugby, golf og billjard. Hann gekk einnig löng- um stundum um nágrennið og hugsaði. Sagt er að þessi mikla at- hafnasemi hafi einnig verið til þess að berjast gegn fjölskyldu- arfinum, þunglyndi, sem farið var að plaga hann um þessar mund- ir. Söguhetja hans, Sherlock Holmes, átti síðar eftir að end- urspegla að sumu leyti þessa tfma. Sherlock barðist einnig við þunglyndi sem yfirtók hann á stundum og þá varð hann að loka sig af, spila á fiðlu sína og reykja ópíum. Hann jók einnig tímann sem hann eyddi við skriftir en frá barnæsku hafði hann skrifað sér til ánægju í tómstundum og ein smásaga eftir hann hafði birst í tímariti meðan hann var enn í læknaskólanum. Sherlock Holmes verður til Árið 1885 giftist hann Louise (Touie) Hawkins og þá tóku skrif Á hverju ári leggja hundruð ferðamanna leið sína að Baker Street 221B til að skoða safn sem helgað er hinum fræga spæjara Sherlock Holmes. Engu er líkara en að barna sé minnst manns sem raunverulega hafi lifað og búið í Bakerstræti. Raunin er hins vegar öll önnur og heimilisfang- ið Baker Street 221B var aldrei til heltíur. Húsið sem fengið hefur bað númer hafði annað númer á árum áður og hýsti aldrei meistaraspæjara og læknislærðan vin hans. Þúsundir Sherlock Holmes aðdáendaklúbba eru til um allan heim og engin önnur skáldsagnapersóna hefur verið uppspretta fleiri kvikmynda og leíkrita, en maðurinn á bak við bessa vinsælu persónu hét flrthur Gonan Doyle og var að sumu leyti jafn sérvitur og hugarfóstur hans. Sir Arthur Conan Doyle. 38 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.