Menntamál - 01.03.1926, Blaðsíða 9
MENTAMÁL
87
mætti svo fara, a'ð jeg yrði ekki hollur, nema einhverju einu
þessu. Því vil jeg umfram alt hugsa um að vera hollur mann-
fjelaginu, því að þá er víst, að jeg verð lika hollur ættjörð
minni, hjeraði, átthögnm skóla og heimili.
Hver sem hlýðir lögunum um hollustu, hann hlýtur og- að
hlýða öllum hinum lögunum tíu, sem góðir íslendingar hafa
hjer sett sjer.
B. Siðalög ungmenna.skóla.
I. Vertu tápmikill.
1. Sýndu þrek í áformum. Gerstu meir og meir huga þíns
ráðandi. Hlauptu ekki eftir hverju sem þjer dettur i hug. Vertu
ekki þrákálfur, heldur . itur maður, og þá einbeittur, er þú ert
alráðinn. Ætlastu það eitt fyrir, sem drengilegt er og göfug-
mannlegt, og fylgdu því fram fast og stöðugt. Still skapsmuni
þína. Haf taumhald á tilfinningum þínum. Ver fastlyndur,
tryggur, tápmikill.
2. Vertu hraustur. Þú ert að verða fullorðinn maður eða
kona, með fulluni kröftum. Geyindu þeirra. Farðu vel með þá.
Farsæld þín er rnjög komin undir góðri lieilsu. Met j)ú hana.
■■Gæt hennar.
II. Vertu hugprúður.
1. Vertu hugprúöur í hjarta. Þú þekkir hugprýði í hætt-
um. Þú dáist að henni. Þú hefir sýnt hana sjálfur. En til er
annars konar hugprýði, sem stundum reynist þrautin þyngri.
Það er i n ri r i hugprýði. Legg þú rækt við hana. Þorðu að
ætla gott sjálfum þjer og öðrum og hyggja gott til ókominna
daga. Vertu glaðvær, vongóður og kastaðu kvíða á glæ. Þolin-
mæði og þrautgæði eru líka hugprýði. Það er þeirra aðal, að
halda fast á fyrirtæki eða málefni, þegar aðrir ætla að gugna.
Von og trú bera því vitni um sanna hugprýði. Þær horfa fram.
Þær sjá betri byr fyrir stafni. Þær leggja eigi árar í bát, þó
að í móti blási. Að vísu skaltu kosta kapps um að sjá alla