Menntamál - 01.03.1926, Blaðsíða 18

Menntamál - 01.03.1926, Blaðsíða 18
MENTAMÁL 96 einn af máttugustu brautryöjendum uppeldismálanna. Þaö nægir aö segja, aö bókin er viöfangsefninu samboðin og höf- undinum til sóma. Vilhelm Rasmussen: Mellemskole-Bamet, Gyldendalske Boghandel T925. V. Rasmussen er, eins og getið hefir veriö um í Mentamál- um, forstöðumaöur kennaraháskólans i Kaupmannahöfn. Af ritum hans skulu þessi talin: Hjemme-Barnet, Barnets sjælelige Udvikling i de förste fire Aar (1913), Börnehave- Barnet I, Verdensbillede og Begavelse (1918), Börne- have-Barnet II, Tænkning, Fölelse, Fantasi, Vilje, Mo- ral (1919), F o r s k o 1 e - B a r n e t, Religion, Tegnekunst, Psykologi, Tænksomhed, Tvivl og Kritik, Fölelse, Ironi og Skætnt, Moralitet og Moral (1921) og loks sú bók sem hjer að ofan er nefnd. Hefir Rasmussen í bókum þessum leitast við að lýsa þroskaferli barnsins svo að segja frá fæöingu til sextán ára aldurs. Hann byggir nær eingöngu á eign reynslu. í fyrri bókunum á sinum eigin börnum, en í seinustu bókinni á reynslu sinni af skólabörnum á aldrinum 10 til 16 ára. Hjer er þó ekki um þura, vísindalega rannsókn að ræða, heldur ■er jafnframt leitast við að gefa foreldrum og kennurum góö ráö og bendingar um eöli og uppeldi barnanna á hinurn ýmsu •þroskaskeiöum. Skilningur á barnseölinu er skilyröi fyrir skynsamlegu u])peldi. Af bókum verður ekki alt lært. En bæk- ur eins og þessar opna augun fyrir ýmsu, sem foreldrar og kennarar hafa ekki gert sér grein fyrir áöur, og hvetja til vakandi eftirtektar á öllu dagfari ■barna. Rit þessi eru skýr og ski]Duleg, laus við lærdómstilgerð í oröavali, skemtileg af- lestrar og öllum aðgengileg, enda ekki skrifuð fyrir lærða menn, heldur allan almenning. Mentumúl. Vorð .5 kr. árg. Afgr. í Luufúsi, Rvík. Sími 1134'. Fjelagsprentsmiðjan.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.