Menntamál - 01.03.1926, Blaðsíða 17

Menntamál - 01.03.1926, Blaðsíða 17
MENTAMÁL 95' kenslustörfum í bili, en vilja þó halda aldursuppbót sinni, ])egar þeir taka aftur til starfa, veröa aS sækja um þaö til ráöuneytisins áöur en þeir hætta kenslustarfinu, og má bú- ast viö að ráðuneytið gefi þeim leyfi til að 'halda aldursupp- bótinni, er láta í bili af kenslustörfum sakir heilsuleysis eða frekara framhaldsnáms í grein sinni." Jón Þórarinsson. Bækur- Einar Olgeirsson: Rousseau, Bókaverslun Þorst. M, Jónssonar, Akureyri, 1926. Þorst. M. Jónsson kennari og bóksali hefir byrjaö á eftir- tektarverðri bókaútgáfu. Ætlar hann að gefa út bókasafn er hann nefnir: Lýðmentun. Tilgangurinn felst í heitinu. Fyrsta flokkinn nefnir hann: heimssjá vísindanna. Annan flokk- inn: brautryðjendasögur og er sú bók, er hjer um ræðir, þar fyrst i flokki. Og enn kunna fleiri flokkar að liætast við, er á líður. Bókaútgáfa þessi er hin merkilegasta. Margir Ijeztu rithöfundar þjóðarinnar hafa lofaö stuðningi sínum. Ættu kennarar að sýna rögg af sjer um að útbreiða þær. Vel er af stað farið með hinni fyrstu bók, æfisögu Rousseaus. Þar kemur fram í dagsljósiö ungur og óþektur höfundur, Einar Olgeirsson, kennari við gagnfræðaskólann á Akureyri. Ritiö ber vott um fágætan þroska svo ungs manns. Aö vísu eru víða mállýti, en augljóst er, aö það stafar frá því að höf. hefir meir alist upp við lestur útlendra rita en íslenzkra. Þrótt- ur hugsunarinnar er svo mikill, aö sýnt er, aö höf. muni fljótt vaxa frá þeim lýtum, sem eru á máli bókarinnar, enda liregö- ur víða fyrir tilþrifum, ekki eingöngu í frásögninni, heldur og í máli og orðavali. Lýtin sitja utan á stíl höfundarins og verða dottin af í næstu bók, er kemur frá hans hendi. Að öðru leyti ])arf ekki að eggja kennara til aö kaupa rit um Rousseau,

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.