Menntamál - 01.03.1926, Blaðsíða 13
MENTAMÁL
9l
deyja frá þjer, eöa láta þig einan, gengur ættjörðin í þeirra
staS. Vertu því rjettlátur viS ættjörS þina og þjóS. Hlýddu
lögum þeirra. Unn þeim og styö þau eftir rnegni. Lyftu aldrei
hendi gegn þeim. Stunda ]iú meö aldrinum aö veröa nýtur
Ijorgari, svo a'5 ]}ú getir rækt viturlega skyldurnar við ættjörð
þina. Ef hún kemur í háska, vertu þá búinn að verja hana, hvað
sem það kostar. Vertu löghlýðinn ættjaröarvinur.
Decroly-skólar.
Hér í blaSinu hefir oft verið minst á hinar nýju skólahugmyndir.
Þær berast nú eins og vakningaralda um heiminn. Hiö gamla og nýja
heyir harða Ijaráttu. ÞaÖ hafa fæstir jrroska til að drekka í sig alt gott,
hvort sem það er gamalt eða nýtt. Nýju mennirnir heirnta andlega
uppfræðslu og engin bönd, gömlu mennirnir halda fast við lexíuna,
einkunnir og aga. En auövitað eru þeir bestir, sem sneiða hjá hvort-
tveggju, taumleysi og kúgun. Hvorttveggja er gott, festa gamla tím-
ans og vakning nýju aldarinnar. Nýju hugmyndirnar frjóvga kenslu-
starfið, kveikja nýjar vonir. Þær eiga erindi til allra, sem ekki trúa
á óskeikulleik sinnar gömlu aðferöar. En þó ber að varast það að
telja allar nýjungar himinbornar og alt, sem er gamalt úrelt, því
það hugarfar er engu betra en hitt, að kalla alt gamalt gott og hið nýja
hættulegt. Skólablaðið flutti allitarlega grein um Miontessori-skólana,
eftir frú Aðalbjörgu Sigurðardóttur, í Mentamálum hefir verið gerð
grcin fyrir Daltoin-skólunum. Nú fylgir hjer á eftir stutt lýsiing á
Decroly-skólunum, sem venjulega eru nefndir jafnhliða hinum tveim-
ur, þégar rætt er um „nýja“ skóla. Er lýsingin að nokkru tekin eftir
hók dr. Sigurðar Næsgaard, þeirri, er minst er á á öðrum stað í blaðinu.
Börnin lifa sínu eigin lífi í því umhverfi, sem forsjónin hefir
fengið þeirn. Þau eru meS nefið ofan í öllu. Þau eru síáhuga-
söm. Alt er nýtt fyrir þeim. Hugmyndalífiö auögast og viljinn
stælist viö viöfangsefni, sem umhverfið fær þeim. Umhverfifi
er skóli. Einn af „nýju“ skólunum, ]tó gamalt sje. Sá skóli
er að vísufi ærið misjafn. Umhverfið getur spilt og bætt.
En þær aðferðir, setn kenslan fer þar eftir, geta verið hin-
um eiginlegu skólum til fyrirmyndar. Án nokkurrar eigin-
legrar ,,kenslu“ lærist ]tar undursamlega mikið. Þar lærist
*