Menntamál - 01.03.1926, Blaðsíða 7

Menntamál - 01.03.1926, Blaðsíða 7
MENTAMÁL «5 geri eigi öSrum rangt til. Jeg skal forðast hleypidóma, svo að jeg viti heldur rjett en hyggi rangt. 2. jeg skal fylgja sannleikanum, hvort sem mjer fellur Iret- ur eða ver, og láta eigi ginnast til aS ljúga mjer í vil eða vin- unr mínum. Eigi skal jeg heldur dylja sannleikann fyrir þeim, sem hafa rjett til aö vita hann. 3. Jeg vil leita sannana, og gæta nákvæmni i aS taka rjett eftir því, sem jeg sje eða lieyri. Jeg skal læra aS hugsa, svo að jeg finni ný sannindi. IX. Lög um verklag. Góður Islendingur reynir að gera þaS sem rjett er á rjettan hátt. Heill ættjarðar vorrar hvílir á þeim, sem lært hafa að vinría rjett þau störf, er til menningar horfa. 1. Jeg skal afla mjer svo góðrar mentunar sem jeg get, til undirbúnings undir fullorðinsárin og æfistarf mitt, og vinna að umbótum eftir megni. 2. Jeg skal leggja alúS viS verk min og láta mjer ekki lyrída aS leysa þau þolanlega af hendi eöa vítalaust. Jeg skal gera mjer að vana, að vinna vel og kappsamlega. Mistök og- handa- skol auka fyrirhöfn, valda slysum og spilla árangri. 3. Jeg skal leysa hvert verk rjett af hendi með rjettri að- ferð, svo að þaS sé bæði fallegt og í fullu gildi, eins fyrir því, ])ó aS enginrí sjái eSa hrósi mjer fyrir. En '])egar jeg hefi gert svo vel sem jeg gat, þá skal jeg eigi öfunda aSra, ])ó aS þeim hafi tekist betur eSa fengið verk sitt betur borgaS. Öfund spill- ir bæði vinnu og vinnumanni. X. Lög um samvinnu. GóSir Islendingar unna vinsamlegri samvinnu. Ekki byggir einn maSur brú yfir á nje leggur langan veg. Til ])ess að jeg fái l)rauð hafa aðrir menn plægt og sáð og skoriS upp korn, en aðrir smíöað plóga og þreskivélar, o. s. frv. Því betur sem vjer læ-rum að vinna saman, því meir mun land vort blómgast og öllum líða betur.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.