Menntamál - 01.07.1927, Blaðsíða 5

Menntamál - 01.07.1927, Blaðsíða 5
MENTAMÁL 85 prófi í ýmsum greinum, er þeir hafa áhuga á, og hlotiS merki fyrir. Merkin auka kapp og metnaS. Skátar æfa sig og starfa í flokkum. Eru 6 eLSa 8 drengir í hverjum flokki; er einn þeirra foringi og annar a'östoðar- foringi. Bera þeir ábyrgö á störfum flokks síns, og sjá um undirbúning hans undir próf. Flokkaskifting þessi er til þess ger, aS knýja sem flesta til starfa, meö því aö láta þá hafa vegsemd og vanda, venja þá á aS Itera ábyrgS og stjórna sjer og öörum. Fáir drengir eiga líka hægra um samvinnu en margir. 6 eSa færri flokkar mynda sveit. Veröur sveitarforingi aö vera fulltíöa maöur, fær um aö leiöa skátastarfiö og beina áhuga drengjanna í rjettar áttir. En áhuginn veröur aS vaka, annars er alt ónýtt. Skátar vita, betur en skólamenn, hvernig á aS halda honum viö. í skólum eru börn aö miklu leyti til- heyrendur og áhorfendur. Námsefniö er þar orö og myndir, —■ ekki lífið sjálft. Skátar spara orö, en taka framkvæmdir fram yfir. Þeim er ljóst, aö annaö er aö v i t a, hvernig á aS vinna verk, og aö g e t a unnið þaö. Drengir eru fúsir aö fást viö verkleg viöfangsefni, ekki sist ef þeir sjá takmark fram undan, en eru sjálfráðir um leiöina aö þvi, ■— og vita sig þó eiga ráögjafa vísan, ef í raunir rekur, þar sem leiötogi þeirra er. Hjer er, því miöur, ekki rúm til þess aö lýsa frekar starfs- háttum skáta. Er þó freistandi aö segja frá útilegum þeirra, og hinum margháttuöu leikjúhn, er allir miöa aö einhverju upp- eldismarki. Veröur aö nægja aö visa um þetta til skátabóka. Ritstjóri „Mentamála“ hefir beSiö mig aö rita blaöinu grein um skáta, gefa ráö um myndun skátafjelags og vísa á helstu handbækur um skátamál. Hefi jeg í undanförnu máli leitast viö a'S skýra sem fáoröast frá hvaö hreyfing þessi er, og hvernig á henni stendur. Liggur ])á næst fyrir aö víkja aö

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.