Menntamál - 01.07.1927, Blaðsíða 6

Menntamál - 01.07.1927, Blaðsíða 6
86 MENTAMÁL hinu, hvort og hvernig hún getur oröiö kennurum aö liöi —■ og þeir henni. Allir kennarar hljóta aö finna til þess, meira eöa rninna, hversu skólar vorir eru fjarri daglegu lífi og ólíkir því. Kensla þeirra er mestmegnis orö, sem telja má víst aö sje „orö innantóin" í eyrum og hugum einhvers töluverös þorra nemenda vorra. Skólar keppa meira aö því, aö láta nemendur k u n n a, en að fá þá til að v i t a og g e t a. Þeir veita nem- öndum þekkingu, en hjálpa þeim miklu síöur til þess aö vinna sjer heilsteypta skapgerö og hraustan líkama. Vitanlega er maður eftir því betur fær í sjóa lífsins, sem hann er búinn meiri þekkingu. Reynslan sýnir þó, aö skapgerð manna og heilbrigði valda meiru en þekking þeirra, um þaö, hve vel þeir komast áfram — og - skapgeröin mestu. Mörgum kenn- urum er þetta ljóst. En lög og landsvenjur ráöa því, aö skap- gerðarlist situr rnjög á hakanum í skólum vorum, og heilsu- vernd er of lítill gaumur gefinn. Hjer kemur skátahreyfingin til hjálpar. Hún setur skap- gerðarlist efst þess, er aö ber aö keppa, og metur líkams- heröingu mikils. Hún kennir ekki meö orðum, heldur knýr til athafna. Hún er tengitaug milli þekkingar skólans og fram- kvæmda lífsins, — ekki komin til þess að rífa niður, held- ur til þess að bæta upp. Þá hlýtur kennurum að vera þaö áhyggjuefni, hversu áhrif- um þeim, er nemendur verða fyrir utan skóla, hættir viö aö rífa niöur þaö, sem skólinn byggir upp. Heimili gera sig sek um slíkt niðurrif, af vanþekkingu og athugaleysi, og þó er vafalaust meira eyöimagn tilgangslausra tómstunda og stefnu- lauss götulífs, og eru meingallar þess áöur nefndir. Hjer rjettir skátahreyfingin skólunum hönd sína, og gerir tómstundir efni til uppbyggingar, í staö afls til niöurrifs. Enn má nefna það, aö skátastörf gefa tækifæri til þess að kynnast drengjum niður í kjölinn, miklu betur en skóla- líf leyfir. Og fyrsta skilyrði j)ess, aö ná verulegum uppeldis- tökum á dreng, er að ])ekkja hann, — hæfileika hans og veilur.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.