Menntamál - 01.07.1927, Blaðsíða 12

Menntamál - 01.07.1927, Blaðsíða 12
92 MENTAMAL þulunám. ViS náttúrufræSinám er þaö eitt a{ því, sem veitir l>eztan ])roska, að bera saman líffæri og líkamsskapnaS viö lifn- aSarhætti og umhverfi. Minnir þaS hvaS á annaS og varSveitir skilningur svo þekkinguna. í anriari útgáfu fyrri heftanna mætti fækka nokkuö dýrum, sem frá er sagt, t. d. einhverjum rándýranna og setja í þess staö kafla um einkenni hverrar tegundar í sambandi viS lifnaSarhættina. Yfirleitt er góSur fengur aS dýrafræöi þessari, enda hafa börn gaman af henni, og er hún tvimælalaust sú dýrafræSin, af þeim, sem viö nú eigum, sem nota 1)er viS barnakenslu, ])ar sem þvi veröur viö komiS. Samlestrarbók. Útg. Steingr. Arason. Rvík 1926. Af bók ])essari ber aS segja bæSi kost og löst, Hún er feng- ur mikill barnaskólum vorum, eins og sakir standa nú, þar sem naumast veröur annaS sagt, en aö gersamlega skorti hag- anlegar og vel geröar lesbækur. Langbesti kostur bókarinnar er samtölin. Þau hefir, alt aS þessu, vantaö tilfinnanlega í les- bækur vorar. En vafalaust er þaö, aö samlestur eSa leiklestur er vel til þess fallinn að glæöa áhuga og skerpa athygli barna. Auk þess er hann ööru hæfari til þess aö æfa raddbrigSi og áherzlur eftir efni ])ess, sen: lesiS er. Samtölin í Samlestrar- l)ók eru góS, þótt galli sje nokkur, aö þau eru flest erlend aS efni. En ])au eru ekki nægilega mikill hluti efnis bókarinnar til þess, aS sagt veröi, aS hún beri nafn meS rjettu. HefSi bók- in að skaölausu getaS veriS nokkru minni, ef slept heföi verið ýmsu sagnasmælki, er safnandi hefir tínt úr ýmsum áttum. Er suriit af ])vi veigalítiS, enda enginn hörgull á þessháttar. Sá er meinlegastur galli Samlestrarbókar, aö mál á henni er stórum gallaö, og setning greinarmerkja harla ábótavant. Er slíkt lítt forsvaranlegt, þvi aö í lestrarstundum verSa nem- endur aö læra aS viröa og' meta vandaS mál. Má sízt eiga sjer staS, aS vitnaS veröi i sjálfar námsbækurnar til viövörunar um málvöndun. Bætir eigi úr skák, þó aS slíkt sje engin ný- lunda vor á meSal.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.