Menntamál - 01.01.1928, Blaðsíða 12

Menntamál - 01.01.1928, Blaðsíða 12
26 MENTAMÁL kr. arði. Væri þar samt. 20 X 50 = 1000 kr., eða alls 2400 kr. Fæ jeg naumast trúað að minna safnaðist, eí nokkuð væri að starfinu gengið, þó eitthvað þyrfti að gjalda t. d. fyrir húsa- leigu og fleira. Væri fjenu deilt 4 kennurum til styrktar, yrði það hverjum 600 kr. styrkur og allverulegur ljettir i fárra mán- aða för. Þá er hingað væri náð, kæmi næst til álita, eftir hvaða regl- um veita skyldi fjeð. Um J)að er nauðsynjalaust að fjölyrða, fyr en sjest hvernig skipast um aöalefnið — ef J)að nær J)á svo langt, að nokkir vilji sinna J>ví. En aðalefnið finst mjer, að ötulir og áhugasamir kennarar fái til J>ess færi, að komast í persónulegt samband við lifandi straum og rannsóknir uppeldis- málanna úti í mentalöndum álfunnar og vinna sjer eitthvað af Jiroska og ]>ekkingu hins athugula, viðförula manns. Þó finst mjer við fljótlega hugsun, að við veitingu styrks J>essa, ]>yrtfi að hafa hliðsjóri af nokkurum eftirtöldum atriðum. j. Hvort umsækjandi hefði farið fyr utan til náms eða ferða- laga. — 2. Hvern áhuga hann hefir sýnt um kerislustarfið og hve lengi hann hefir að J>ví unnið. — 3. I hverju hann helzt hygði að auka ]>ekkingu sína í fyrirhugaðri ferð. — Þá skyldi ]>að gert að skilyrði, að styrkþegi gefi stjórn sjóðsins glögga skýrslu um ferð sina, er heim komi, og flytti síðan á næsta vetri a. m. k. 2 erindi opinber um einhver fræðandi efni, er hann hefði kynt sjer í ferðinni og rynni arður af þeim i utan- fararsjóð næsta ár. Stjórn sú eða nefnd, er valin yrði til að hrinda málinu i fram- kvæmd, þyrfti auðvitað að ná samvinnu við sem flesta barna- kennara á landinu um fjársöfnun, veita fje móttöku og ávaxta þar til veitt yrði o. s. frv. Það er eigi alveg að ástæðulausu, að jeg býst við að ýmsir kennarar taki þessu máli dauflega. En litið ætti að saka, þó að hafið sje máls á því og menn hugsi það og ræði. Það er vitan- legt, að öllum kennurum kemur ásamt urn, að þeirn sje nauð- syn á að menta sig sem bezt undir lífsstarf sitt. En eitt veru- legt skilyrði til þeirrar mentunar er, að sjá og kynnast af eigin

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.