Menntamál - 01.01.1928, Blaðsíða 15

Menntamál - 01.01.1928, Blaðsíða 15
MENTAMÁL 29 málsins. Sagði hann margt, sem vekja mátti alvarlega um'- hugsun um þessi mál hjer heima. Ernst Vestberg umsjónarmaSur, talaiSi um rjettritun. Álit hans var þaS, aS fyrst ætti aS kenna börnunum aö rita hvers- dagsmáliö, eins og þaö er talaö. Síöar mætti venja þau viö eldri og rjettari ritreglur, eftir því sem þekking barnsins eykst, meö uppfræöslu, reynslu og þátttöku í daglegu lifi. Allmerki- lega ræöu hjelt iíagnar Hollmérus, skólastjóri í Helsingifors, um upplestraraöferöir og sálfræöiathuganir í því sambandi. „Aö lesa er aö hugsa“ hefir veriö sagt. Takmark lestrarkenslunnar taldi hann fyrst og fremst örugga, sjálfstæöa og hraöa tileink- un efnisins. Ekki er vel lesiö, nema efniö hrífi hugann meö sjer ; tilfinningamál veröa aö vekja samskonar tilfinningar hjá þeim, sem les, annars er betur ólesiö. Annaö höfuöviöfangs- efni kenslunnar áleit hann þroskun hæfileikans til aö setja efniö fram með áhrifaþunga í orðum og látbragöi, nn.ö.o.undir- stöðu atriöi lestrarlistarinnar. Síðan talaði hann um þrenns- konar lestur; lestur í hljóöi, lestur i belg og' biöu, skeytingar- lausan um efnisáherslur, og i þriðja lagi upplestur meö rjettum áherslum og látbragði í samræmi við eínið. Skoöun hans var sú, aö lestur í liljóöi hjeldi eftirtekt lesandans fastar viö efnið en upplestur, og sýndi hann fram á það. Þá talaði hann um lestrarhljóminn og þýöingu hans, bæði fyrir áheyrendur og eigin eftirtekt. — Ekki er hjer ætlan mín að skýra frá öllu, sem þessi merkilegi fyrirlestur haföi aö geyma, enda væri þaö mikiö efni út af fyrir sig. Margir aðrir ágætir fyrirlestrar voru haldnir, en þessir munu hafa vakið einna rnesta eftirtekt. Sameiginlegar ferðir voru farnar flesta daga. Voru Sigtún skoöuð mjög rækilega og umhverfið alt, einnig var ifariö til Uppsala og borgin skoðuð, bæöi eldri og yngri hlutar hennar. Föstudagskveldiö þann 13. ág. var svo haldin kveðjuhátíð. Þess er eigi þörf, að skýra gerla frá öllum þeim þakkarorð- um, er þar fjellu, bæði í garð Svíanna, er fyrir námsskeiðinu stóöu, og hinna, er þaö sóttu. Voru þeim fyrnefndu þakkaöar ágætar viötökur, en þeir þökkuöu aftur gestum sínum fyrir

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.