Menntamál - 01.07.1928, Page 4

Menntamál - 01.07.1928, Page 4
66 MENTAMAL einna mestu liaíi valdið um fólksflutninginn úr sveitunum, er þaö, að fyrir efnalitla fjölskyldumenn sýnast i kaupstöðunum betri skilyrði til að komast af, sjerstaklega til að afla börnum sínum mentunar. í flestum kaupstöðum eru barnaskólar, sem börnin geta gengið á og notið tilsagnar góðra og æfðra kenn- ara. Þó að kaupstaðirnir hafi þannig ýmisleg þægindi fram yfir sveitirnar, munu flestir vera sammála um það, hve ómetanlegt tjón það væri fyrir jþóðina, ef þær ættu eftir að leggjast að mestu leyti í auðn. í þeim hefir þjóðin náð mestum þroska, þær hafa i þúsund ár verndað íslenzka þjóðernið og tunguna, sem töluð var á Norðurlöndum, þegar ísland bygðist. Mun þetta hvorttveggja ekki einnig bezt geymt í framtiðinni í kyrð sveita- lífsins? Með aukinni rækt og bættum skilyrðum, geta íslenzku sveitirnar íóstrað margfalt fleiri menn en þær gera nú. Þær bafa að bjóða landnám handa mörgum kynslóðum, landnám sem að vísu hefir mikla erfiðleika i för með sjer, en jafnframt þroska, því að fátt er þroskavænlegra en það, að láta þar vaxa tvö grös eða tíu, sem áður spratt eitt. Sigurður Nordal segir í grein sinni um Öræfi og öræfinga: „Það er stærð landsins, sem hefir gert þjóðina stórhuga, erfiðleikar þess, sem hafa . stappað í hana stálinu, fjölbreytni þess, sem heíir glætt hæfileika hennar.“ Síðar í sömu grein stendur: „Hvert býli, sem legst í auðn, gerir þjóðina andlega fátækari.“ Sveitabýlunum verður að hætta að fækka; þeim þarf að fara að fjölga. Hlutverk þess- arar kynslóðar er það, að sjá leiðir til þess að það geti orðið. Nú þegar munu vera stigin spor í áttina, með stofnun jarörækt- arsjóðsins og fleiru. Og nú er til meðferðar í þinginu frum- varp, sem hlynnir mjög að sveitunum, sjerstaklega nýbýlarækt- inni, nái það framgangi.* En jafnframt því sem mönnum er gert kleift að stofna býli í sveitunum, þarf að tryggja það eftir föngum, að þeim, sem í þeim búa, líði vel og nái sem mest- um þroska. Mikilsverðasta mál sveitanna og landsins er barna- og ung- * Greinin er skrifuS um þingtímann í vetur.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.