Menntamál - 01.07.1928, Síða 5
M ENTAMÁL
67
lingafræ'Öslan, en um leiíS er þaÖ eitt hiö erfiÖasta, og veldur
þar miklu um strjálbýlið. Eins og nú er ástatt, er barnafræðsl-
unni i sveitunum mjög ábótavant, þrátt fyrir það, sem gert er
fyrir hana. Mörg börn fá ekki það uppeldi, þá fræðslu, sem
þeim er nauðsyn, til þess að bestu hæfileikar þeirra nái mikl-
um þroska. Þar sem heimilin sjálf leggja litið til barnafræösl-
unnar, verður hún oít ljeleg og kemur ekki að tilætluðum notum.
Þó að foreldrar, eða aðstandendur barnanna geti ýmsra orsaka
vegna ekki veitt þeim það uppeldi, sem þau þurfa að fá, mega
þau samt ekki fara á mis við það. Það er ómetanlegt tjón,
bæði fyrir einstaklingana og okkar litla þjóðfjelag, að sumir
skuli, sölcum slæms uppeldis, ekki eignast nema litinn hluta af
þeim þroska, sem þeir hafa hæfileika til. Það væri raunalegt,
ef meiri hluti landsmanna gæti lýst lifi sínu meö þessum hend-
ingum skáldsins:
Eg varð aldrei hálfur, — ef jeg rjett mig skil;
hvort eg er þess sjálfur sök, ei dæma vil.
Þjóðin þarf að keppa að því, að aðstaðan verði þannig, að hver
geti eignast og náð þeim mesta þroska, sem hann hefir hæfi-
leika til og honum er ætlað að ná. Góð barnafræðsla og ung-
linga er fyrsta sporið til þess að það geti orðiö. Hamingja
þjóðfjelagsins byggist svo mjög á barnauppeldinu, að sje því
í einhverju ábótavant, þá er það si'ðferÖisleg skylda þjóðarinn-
ar a'ð sameinast um þa'ð, að ráða bót á meinsemdunum. Upi)-
eldið þarf að vera svo gott, að þa'ð veiti bæ'öi þá þekkingu og
það þrek, sem Iiverjum manni er nauðsynlegt a'ð eiga, til þess
a'ð geta orði'ð gæfusamur og góður meðlimur þjóðfjelagsins.
Þau börn, sem njóta lítillar kenslu heima fyrir, eru oft illa
undirbúin, þegar þau eru komin á skólaaldur, t. d. illa læs.
Námið verður þeim, sem þannig eru, oft mjög erfitt eða jafn-
vel ókleift. Þá er hætt við þvi, að í staðinn fyrir áhuga á nám-
inu komi leiðindi, og mörg þeirra verði þeirri stund fegnust,
þegar hægt er að segja skilið við það fyrir fult og alt. Fyrir
þau börn, sem svo hart verða úti, eru möguleikarnir til sjálfs-