Menntamál - 01.07.1928, Qupperneq 7
MENTÁMÁL
69,
um niargt, sem þau mega ekki án vera. Fræðslulögin mæla svo
um, aÖ fyrir þá, sem ekki geta veitt börnum sínum lögboðna
fræðslu kostnaðarins vegna, skuli kostnaðurinn greiddur úr
sveitarsjóði. Sú aðferð er sjaldan vinsæl, hvorki af þeim, sem
veita styrkinn, nje hinum, sem þiggja hánn, enda oftast ófull-
nægjandi. Á meðan hún verður aðallega notuð, verður oftast
horft á kostnaðarhliðina meira en má, eigi öllum börnum að
gefast kostur á því, að njóta góðs uppeldis. Mjer virðist önnur
leið miklu eðlilegri og vissari, til ])ess aö tryggja það í fram-
tíðinni, aö svo miklu leyti sem það er unt fjárhagslega, að
hverju barni og unglingi í sveitunum gefist kostur góðrar kenslu
á heimavistarskóla eða á annan hátt, þó að foreldrarnir geti
ekki greitt kostnaðinn, sem af því leiðir. Og leiðin er sú, að í
hverri sveit verði myndaður, með frjálsum samskotum eða á ann-
an liátt, frœðslusjóður. Eftir það er sjóðirnir taka til starfa,
sje nokkrum hluta ársvaxtanna varið til þess aö liorga fræðslu-
kostnað þeirra barna og unglinga, sem þess hafa ])örf. Hinn
hlutinn leggist við höfuðstólinn. Fjárhagsleg geta einstakling-
anna, sveitanna og þjóðfjelagsins er háð svo margvíslegum
utanaðkomandi áhrifum, að oft, t. d. á erfiöum tímum, verður
það takmarkað, sem hægt er að lcggja til uppeldismálanna, en
aldrei er meiri þörf á góðu uppeldi, en þegar lamandi erfið-
leikar kreppa að þjóöinui á einn eða annan hátt. Fyrst þegar
sveitirnar eru búnar að tryggja kostnaðarhlið uppeldisins með
]>essu eða öðru móti, þannig, að það byggist ekki að öllu leyti á
fjárhagslegu gjaldþoli og fórnfýsi hinnar líðandi stundar, þá
er nokkur vissa fengin fyrir því, að hægt sje að staðaldri að
starfrækja heimavistarskóla, eða aðra kenslu, sem verulegan
kostnað hefir í för með sjer. Góður heimavistarskóli væri ein-
hver bezta eign hvers sveitarfjelags. Frá þeim ínundi margt barn-
ið, sem kemur með smáa framtíðardrauma og litla trú á mátt
sinn, fara með fagrar hugsjónir og þrek til þess að láta þær
rætast að meira eða minna leyti. Sjóðsmyndun í þessum tilgangi
er sameiginlegt velferðarmál allra í sveitunum, sem menn ættu
að geta sameinast um, og flestum væri kært að fórna einhverju