Menntamál - 01.07.1928, Page 8

Menntamál - 01.07.1928, Page 8
70 MENTAMAL fyrir, til þess a'Ö í framtíöinni ráði tilviljunm ekki eins miklu og veriÖ hefir urn þroska margra manna. Um lei’Ö og veriÖ er meÖ stofnun þessara sjóða að tryggja það, sem skiftir sveit- irnar og landið mestu, andlegan og líkamlegan jrroska æskunn- ar, vinst fleira; þeir mynda varanlegt veltufje fyrir sveitirnar og landið, sem óbeinlinis mun eiga þátt í aukinni rækt og öðr- um verklegum framkvæmdum. Eftir það er sjóðirnar eru teknir til starfa, eiga þeir einhvern þátt í minkandi fólksflutningi úr sveitunum til kaupstaðanna. Eigi foreldrar kost á því, að láta börn sín njóta eins góðrar fræöslu í sveitum og veitt er í kaupstöðum, eða jafnvel betri, þá munu margir þeirra hugsa sig um, áður en þeir flyttu lir sveit, þó að annars væri heldur jrröngt í búi heima fyrir. Hug- mynd mín er sú, að þessir sjóðir verði svo öflugir í framtíð- inni, að þeir ekki aðeins tryggi barnafræðsluna fjárhagslega eftir þörfum, heldur verði líka hægt að veita úr þeim stvrk fátækum og efnilegum ungum mönnum, til framhaldsnáms. Fyrir þremur árum gekst jeg fyrir sjóðsstofnun hjá okkur Skriðdælum, í þessum tilgangi. Undirtektirnar, sem málið fjekk, voru svo góðar, að þær einar hefðu átt að hvetja mig til þess að stuðla að því, að þetta yrði gert viðar. Sjóðurinn var stofn- aður með 375 krónum. Þar af voru um 80 kr. árstillög, bundin við dvalartima í hreppnum. Fjárhæðin er að vísu ekki stór, en það, sem mest er um vert, er það, aö hún er til orðin fyrir almenna þátttöku og áhuga á málinu. Aðeins tveir menn, sem jeg nefndi við að leggja eitthvað fram, skoruðust undan því. Annar svaraði á þá leið, að hann byggist ekki við því, að verða svo lengi í sveitinni, að sjóðurinn kæmi sjer að nokkrum not- um. Það er vonandi, aö sá hugsunarháttur, sem þar kom fram, sje ekki almennur. Sjóðurinn mun nú vera kominn á sjötta hundrað krónur. Nú vil jeg skora á menn í sveitum að taka jretta mál til ræki- legrar íhugunar. Þeir, sem sýnist ])að sama og mjer um nauð- syn fræðslusjóða, jrurfa að beita sjer fyrir því, að þeir verði stofnaðir í sveitum þeirra. Þar í sveitum, setn fjelög starfa,

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.