Menntamál - 01.07.1928, Qupperneq 9

Menntamál - 01.07.1928, Qupperneq 9
MENTAMÁL 71 t. d. kvenfjelög og ungmennafjelög, ættu þau aÖ taka máliÖ a'S sjer. Skipulagsskrárnar verði þannig, aÖ sjóöirnir nái sem bezt tilgangi sírium og aÖ fjeð verði ávaxtað á tryggum stöð- um. Mjer dylst það ekki, að þó að fræðslusjóðir verði mynd- aðir í sveitunum, þá líða ár og áratugir, ])angað til þeir geta tekiö til starfa svo um muni. Það er hætt við því, að þeir vaxi hægt fyrst í stað, á meðan menn eru að skilja gildi þeirra, en eftir að þeir eru teknir til starfa, býst jeg við því, að margir muni finna, hve mikils virði þeir sjeu, og þeim muni þá hlotn- ast ríflegar gjafir við ýms tækifæri. Okkur þykir öllum vænt um sveitirnar okkar, og þráum, að þær og landið eigi sem fegursta framtíð fyrir höndum, að holt- in og hlíðarnar, sem nú eru ber, eigi eftir að klæðast skógi, móar og mýrar að breytast í iðgræn tún og engi, og bygging- arnar aö verða samboðnar náttúrufegurðinni. Við vitum, að frá náttúrunnar hendi hefir landið það, sem þarf, til þess að þetta geti orðið. En svo mikils sem vert er um ytra útlit sveit- anna, skiftir hitt ])ó miklu meiru, að hvert barn i þeim hafi það, sem það þarf, til þess að vaxa að dáð og drengskap. Styrkur íslenzku þjóðarinnar, bæði inn á við og út á við, bygg- ist á andlegum og líkamlegum þroska hvers einstaklings. Ef íslendingar vilja vernda frelsi sitt, senr forfeður þeirra fórn- uðu svo miklu fyrir, þá veröa þeir að vinna sjer samúð ann- ara þjóða með framkomu sinni. Þeir þurfa að sýna það með verkunum, að þótt þeir sjeu bæði fátækir og fámennir, geti þeir enn lagt skerf til heimsmenningarinnar. Margir menn fara meðfram á mis við það uppeldi, sem þeim er nauðsynlegt til þroska, af efnalegum ástæðum. Á því á að ráða bót. ekki fyrst og fremst með lagaboðum, heldur meö sjóðsstofnunum af fúsum og frjálsum vilja. Björn Guðnason.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.