Menntamál - 01.07.1928, Síða 14

Menntamál - 01.07.1928, Síða 14
76 MENTAMÁL starfiÖ. Og af störfum eru það ýms líkamleg störf, sem verÖa æfistörf flestra, hin bóklegu — hin svokölluÖu andlegu störf — verÖa hlutskifti fæstra. Að öðru leyti eru hin líkamlegu störf likamanum holl, auk þess sem þau eru í samræmi við fjör og íjölhreytnisþrá bernsku- og æskulífsins. Alt nám hefir tvær aðalhliðar. Annað er að afla sjer þekk- ingar, sem að einhverju gagni megi koma, en hitt að efla þroska sálarinnar. Margar námsgreinar hafa báðar þessar hliðar. Sama er að segja um handavinnu. Jafnhliða og menn læra þar hag- kvæmt verk, krefst það samstarfs huga og handar, og eflir á þann hátt sálarþroska einstaklingsins. Handiðnir þessar eru margskonar, en ein þeirra er t r j e s m í ð a r. Ef komið er i barnaskóla i Danmörku, þá er það eitt af þvi fyrsta, sem veitt verður eftirtekt, að ein kenslustofan er orðin að smíðasal með litlum hefilbekkjum og tækjum. Þar gefur að líta ýmsa hluti hálfgerða eða fullgerða, senr nemendurnir eru að smíða. I annari kenslustofu læra stúlkurnar að sauma. Ef dvaliö er í smíðasalnum eina kenslustund, getur ekki hjá því far- ið, að tekið verði eftir, að þaö er óvenjulega mikið kapp, líf og fjör yfir barnahópnum. Jeg hefi kynst þessari smíðakenslu ]jar, liæði í barna- og unglingaskólum. Og það sannfærði mig um, að slíkar handiðnir ættu að vera í hverjum skóla. Því eins og stúlkur fá tilsögn i saumum, eins eiga piltar kröfu á því, að fá tilsögn í smíðum. Jeg var við vorpróf í nokkrum skólum í Danmörku, og sá þar handavinnu, sem unnin hafði verið um veturinn. Var þaö gleðilegur vottur þeirrar alúðar, er þeirri námsgrein er sýnd af nemendum. Einkum kyntist jeg þessari kenslu í unglingaskólum þeim, er Folke Jacobsen veitir forstöðu. Er hann einn af forvígismönnum Dana á Jdcssu sviði, og hefir sjálfur sett saman smiðakerfi, er hann nefnir „Hcrbergið mitt“ og notar við smiðakenslu í unglingáskólum. Hefi jeg áður skrif- að um þessa skóla i ,,Lögrjettu“ 8. júní 1927, og skal því ekki fjölyrða um þá hjer. Að eins skal þess getið, að jeg tel það happ fyrir mig, að fá þennan áhugasama skólamann fyrir kenn- ara i þessari grein, svo jeg gat lokið við að smíöa kerfi hans, og

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.