Menntamál - 01.07.1928, Síða 15

Menntamál - 01.07.1928, Síða 15
MENTAMÁL 77 haft þaÖ me'Ö til íslands. Hefi jeg sýnt ]>aÖ hœöi í Reykjavík og á SeyÖisfirði, þó eigi hafi þaÖ verið notaÖ til kenslu enn. Aðeins skal þess getið, að kerfi þetta eru ofur einföld smá hús- gögn í eitt lítið herbergi, miðaö við þarfir unglinga. Er það því bæði til gagns og prýðis. Gefur það því meira gildi, og hvetur til þess að leysa verkið vel af hendi. Smíðanámið verð- ur því ekkert skyldunám, en starf i eigin þarfir. — Jeg hefi lagt svo mikið kapp á að koma með þetta kerfi til landsins, það fyrsta í sinni röð, fyrir þá sök, að jeg álít að þaö mundi heppi- legt hjer við kenslu i alþýðu- og unglingaskólum. Mundi það hæfilegt við tveggja vetra nám með 3—4 stundum á viku. Þessi smíðakensla í unglingaskólum hefir breiðst óðfluga út í Danmörku á síðustu árum, einkum í bæjunum. Er því ekki nerna eðlilegt að við spyrjum sjálf okkur, hvort það geti ekki einnig átt við hjer á landi. Jeg er í engum efa unt, að það eigi líka við hjer á landi, ekki síst í bæjunum. Aukin handavinna bæði í barna- og unglingaskólum hjer mundi hafa heillavænleg áhrif. í kaupstöðum og sjávarþorpum erum við svipað staddir og í bæjum erlendis um það, hvernig tómstundum vetrarins skuli varið. Fiskiveiðar eru víða aðalatvinnuvegur i sjávarþorp- um, en þær eru víða að eins að sumrinu, en margur unglingur- inn gengur iðjulaus yfir veturinn og tekur sjer ekkert fyrir hendur. Er slíkt iðjuleysi mjög skaðlegt, og leiöir til allskonar ómensku, hljótist ekki verra af. En tómstundum þessum, oft öll- um vetrinum, væri hægt að verja á gagnlegri hátt, ef menn að eins kæmu auga á gagnsemi þess, að læra eitthvað þarft á þeim tima. En eins ber að gæta, er nota skal smíðar sem námsgrein. Eigi má haga þeirri kenslu á sama hátt og í trjesmiðavinnu- stofum. Trjesmiðurinn hlýtur fyrst og fremst að hugsa mn, að hluturinn geti svarað kostnaði. Þannig má kennarinn ekki hugsa. Kenslan verður einmitt að vera þannig, að hlutirnir geta ekki svarað kostnaði sem verzlunarvara. Það er bezta sönnun þess, að kenslan hefir verið góð. Aðaláherzluna má því ekki leggja á það, hvað gert er eða á hvc löngnm ■tíma, heldur hvernig

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.