Menntamál - 01.07.1928, Page 16
78
MENTAMÁL
það er gert. Þa'Ö verður að leggja inn i námið sem fjölbreytt-
astar æfingar fyrir huga og hönd. Handiðnirnar hafa þar sama
takmark og allar aðrar námsgreinir, það, að samtímis og þær
veita æfingu eða leikni í hinu eöa þessu, þá eiga þær einnig
að efla Jjroska nemendanna. Þó að hinsvegar sje hin hagkvæma
hlið ekki einskis virði, það að læra að nota verkfæri og bjarga
sjer sjálfur.
Flestir viðurkenna, að beztu uppeldisstofnanirnar sjeu heim-
ilin. Skólarnir hafi mikið af þeim að læra. — Ef við snúum
nú huganum örlitla stund að einu sliku heimili, og hugsum okk-
ur að við vissum ekkert um skóla, en vildum stofna skóla eftir
athöfnum barnanna heima fyrir, hvernig ætli sá skóli mundi
líta út? Jeg veit, að þaö er mjög örðugt að hugsa fullkomlega
sjálfstætt um nokkurn hlut, og hugsa sjer að sjá hann í fyrsta
skifti, af því að við erum öll meira og minna full af annara
hugmyndum og fordómum. En eigum við þó að reyna að hugsa
okkur þetta ? Hvað sjáum við þá heima á bænum? Eitthvað
hata börnin fyrir stafni. Stúlkurnar leika sjcr að brúðum sín-
um og sauma á þœr f'ót, en drengirnir telgja sjer liesta og fugla
lir trje eða ýsubeinum. Þessi iðja skrökvar ekki til um eðli barn-
anna. Þau vilja hafa eitthvað verklegt fyrir stafni. Og hvað er
þá eSlilegra, en að þau læri það í skólanum, stúlkurnar að
sauma og drengirnir að smíða?
Eitin kostur handiðna i skólum er það, að vekja virðingu fyr-
ir vinnunni. Ýmsum hættir við að líta svo á, að bóklegur lær-
dómur sje hátt hafinn yfir líkamlega vinnu. Þess vegna sjeu
allar námsgreinir í skólunum bóklegar. Líkamleg vinna sje göm-
ul álög og erfðasynd. Og þennan hugsunarhátt styðja skólarn-
ir óbeinlinis með þögn sinni og afskiítaleysi af verklegum grein-
urn. En það eru þau skaðlegustu áhrif, sem þeir gætu haft.
Ekki virðist mjer ósennilegt, að það gæti hjálpað til að breyta
þessum hugsunarhætti, ef ýmsar verklegar námsgreinir kæmu
inn í skólana jafnhliða þeim bóklegu. Að minsta kosti ætti verk-
leg kensla að vera í öllum alþýðu- og unglingaskólum, sem veita
alþýðunni almenna mentun.